Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Side 11

Húnavaka - 01.05.1963, Side 11
HÚNAVAKA 9 sem ég fékk að utan. Sement það, sem ég fékk til að byrja með reynclist ónothæft, en því gat ég prófað notagildi þess, að vinur minn einn, skólabróðir frá Möðruvöllum — sátum saman, Indriði Benediktsson frá Skörðugili í Skagafirði, búsettur í Ameríku, hafði sent mér margar bækur um ýmislegt efni varðandi byggingar. Eftir fyrirsögn þessara bóka prófaði ég sementið, og fékk svo skipt á því og öðru betra. A ég Indriða mikið upp að unna. Húsið var mjög vandað. Steinhús með tvöföldum veggjum. Stopp- að með möluðum mó 8” þykkum. Móinn malaði ég í taðkvörn. Gólfin yfirleitt þreföld og stoppnð, enda húsið mjög hlýtt. 6” og 7” tré eru í bitum og 4xö” í sperrum. Þetta var eitt af fyrstu hús- um, sem byggð voru í héraðinu. Árni á Geitaskarði mun hafa byggt 1910. Arið 1906, þegar ég byrjaði búskapinn, er eitt versta vor sem ég man. Þá gerði hláku rétt fyrir sumarmál, svo Blanda fór af. Ég hafði þá inni tvö tryppi. Þau voru látin út og stukku út á ána, sem var laus frá löndum, en ís á bolnum. Tryppin komust yfir um ána, en þá gerði þriggja daga stórhríð. Blanda komst aftur á hald, en tryppin drápust. Eftir þetta voru sífelldar stórhríðar, skaf- liríðar og hart frost, fram til 14. maí. Þann dag var innistöðuhríð og þá byrjaði sauðburður. Ég man það vel, að tvær ær báru og voru báðar tvílembdar, drap ég annan tvílembinginn, en það hef ég aldrei gert síðan í mínum búskap. Úr 20. maí brá til bata, og var góð tíð úr því. FORUSTU-GRÁNI Faðir minn fékk sauð þennan upp í jarðarafgjald frá Árna á Kolþernumýri í Vesturhópi. Gráni var gæfur og vitur og kom það oft í Ijós. Á haustin kom hann jafnan í útrétt, og man ég það haust eitt, er við vorum að reka heim féð, að mórauður sauður frá Mó- bergi fer að troða sér fram fyrir hópinn í hálfgerðu kappi við þann gráa. Við áðum fyrir neðan og sunnan Fremsta-Gil, þar sem heitir Harðeyri. Þegar við förum af stað aftur rennir Gráni í þann mórauða og hættir ekki fyrr en hann hrekur Móra í hópinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.