Húnavaka - 01.05.1963, Qupperneq 11
HÚNAVAKA
9
sem ég fékk að utan. Sement það, sem ég fékk til að byrja með
reynclist ónothæft, en því gat ég prófað notagildi þess, að vinur
minn einn, skólabróðir frá Möðruvöllum — sátum saman, Indriði
Benediktsson frá Skörðugili í Skagafirði, búsettur í Ameríku, hafði
sent mér margar bækur um ýmislegt efni varðandi byggingar. Eftir
fyrirsögn þessara bóka prófaði ég sementið, og fékk svo skipt á því
og öðru betra. A ég Indriða mikið upp að unna.
Húsið var mjög vandað. Steinhús með tvöföldum veggjum. Stopp-
að með möluðum mó 8” þykkum. Móinn malaði ég í taðkvörn.
Gólfin yfirleitt þreföld og stoppnð, enda húsið mjög hlýtt. 6” og
7” tré eru í bitum og 4xö” í sperrum. Þetta var eitt af fyrstu hús-
um, sem byggð voru í héraðinu. Árni á Geitaskarði mun hafa
byggt 1910.
Arið 1906, þegar ég byrjaði búskapinn, er eitt versta vor sem
ég man. Þá gerði hláku rétt fyrir sumarmál, svo Blanda fór af. Ég
hafði þá inni tvö tryppi. Þau voru látin út og stukku út á ána,
sem var laus frá löndum, en ís á bolnum. Tryppin komust yfir um
ána, en þá gerði þriggja daga stórhríð. Blanda komst aftur á hald,
en tryppin drápust. Eftir þetta voru sífelldar stórhríðar, skaf-
liríðar og hart frost, fram til 14. maí. Þann dag var innistöðuhríð
og þá byrjaði sauðburður. Ég man það vel, að tvær ær báru og
voru báðar tvílembdar, drap ég annan tvílembinginn, en það hef
ég aldrei gert síðan í mínum búskap. Úr 20. maí brá til bata, og
var góð tíð úr því.
FORUSTU-GRÁNI
Faðir minn fékk sauð þennan upp í jarðarafgjald frá Árna á
Kolþernumýri í Vesturhópi. Gráni var gæfur og vitur og kom það
oft í Ijós. Á haustin kom hann jafnan í útrétt, og man ég það haust
eitt, er við vorum að reka heim féð, að mórauður sauður frá Mó-
bergi fer að troða sér fram fyrir hópinn í hálfgerðu kappi við
þann gráa. Við áðum fyrir neðan og sunnan Fremsta-Gil, þar sem
heitir Harðeyri. Þegar við förum af stað aftur rennir Gráni í
þann mórauða og hættir ekki fyrr en hann hrekur Móra í hópinn.