Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Side 14

Húnavaka - 01.05.1963, Side 14
12 HÚNAVAKA Það mun hafa verið á útlíðandi vetri 1918, að ég fór út til Skaga- strandar. Þar hafði þá rekið hval á fjörur og unnu menn að hval- skurði. Ég fór að hitta Hemmert kaupmann, sem þar verzlaði þá. Meðal annars átti ég það erindi við Hemmert að fá hjá honum grænsápu, en hún var þá ekki fáanleg í verzlunum á Blönduósi. Hemmert hugsaði sig um dálitla stund. Jú, grænsápa hún er til, en ég er ekki viss um að ég megi láta hana út úr hreppnum. Út úr hreppnum, spurði ég steinhissa. Já, sýnist þér þeir ekki þurfa að þvo sér hérna á Skagaströnd. Sölvi Helgason kom oft að Holtastöðum, og dvaldi stundum lengri eða skemmri tíma, þegar hann var á ferðum sínum, og sat þá gjarnan og teiknaði. Hér var þá á vist með foreldrum niínum Konkordía Steinsdótt- ir. Þegar henni fannst mikið til um eitthvað var orðtak hennar venjulega: „Mikið ljómandi folald.“ Einhvern tíma, þegar Sölvi sat við teikningar, kvaðst hann vera að teikna sálina í sjálfum sér. Þeg- ar Konkordía sá teikninguna fannst henni mjög til koma og sagði: „Mikið ljómandi folald.“Sölvi brást ókvæða við og sagði: „Mikil ýsubeinssál getur þú verið, eins og þetta sé nokkuð líkt folaldi.“ Einhverju sinni þegar Guðmundur dúllari fór hér um, kvaðst hann vera á austurleið og gerði þannig grein fyrir erindi sínu, að hann væri að sækja buxur, sem hann hafði skilið þar eftir fyrir tveim árum. Það er orðið áliðið kvölds. Víst væri fýsilegt að sitja hér enn um stund og hlusta á þennan fjölfróða og gagnmenntaða héraðshöfð- ingja. Ennþá mundi hann hafa frá mörgu að segja. Og gott er að mega rekja þræði úr lífssögu manns, sem nærzt hefur af lind þeirr- ar þjóðmenningar, sem taldi rétt, að höfuðið stjórnaði hreyfingum limanna. Þ. M.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.