Húnavaka - 01.05.1963, Qupperneq 14
12
HÚNAVAKA
Það mun hafa verið á útlíðandi vetri 1918, að ég fór út til Skaga-
strandar. Þar hafði þá rekið hval á fjörur og unnu menn að hval-
skurði. Ég fór að hitta Hemmert kaupmann, sem þar verzlaði þá.
Meðal annars átti ég það erindi við Hemmert að fá hjá honum
grænsápu, en hún var þá ekki fáanleg í verzlunum á Blönduósi.
Hemmert hugsaði sig um dálitla stund. Jú, grænsápa hún er til,
en ég er ekki viss um að ég megi láta hana út úr hreppnum. Út úr
hreppnum, spurði ég steinhissa. Já, sýnist þér þeir ekki þurfa að
þvo sér hérna á Skagaströnd.
Sölvi Helgason kom oft að Holtastöðum, og dvaldi stundum
lengri eða skemmri tíma, þegar hann var á ferðum sínum, og sat
þá gjarnan og teiknaði.
Hér var þá á vist með foreldrum niínum Konkordía Steinsdótt-
ir. Þegar henni fannst mikið til um eitthvað var orðtak hennar
venjulega: „Mikið ljómandi folald.“ Einhvern tíma, þegar Sölvi sat
við teikningar, kvaðst hann vera að teikna sálina í sjálfum sér. Þeg-
ar Konkordía sá teikninguna fannst henni mjög til koma og sagði:
„Mikið ljómandi folald.“Sölvi brást ókvæða við og sagði: „Mikil
ýsubeinssál getur þú verið, eins og þetta sé nokkuð líkt folaldi.“
Einhverju sinni þegar Guðmundur dúllari fór hér um, kvaðst
hann vera á austurleið og gerði þannig grein fyrir erindi sínu, að
hann væri að sækja buxur, sem hann hafði skilið þar eftir fyrir
tveim árum.
Það er orðið áliðið kvölds. Víst væri fýsilegt að sitja hér enn um
stund og hlusta á þennan fjölfróða og gagnmenntaða héraðshöfð-
ingja. Ennþá mundi hann hafa frá mörgu að segja. Og gott er að
mega rekja þræði úr lífssögu manns, sem nærzt hefur af lind þeirr-
ar þjóðmenningar, sem taldi rétt, að höfuðið stjórnaði hreyfingum
limanna.
Þ. M.