Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Page 15

Húnavaka - 01.05.1963, Page 15
H ÚNAVAKA 13 Hann Þórður í kaupfélaginu Hann heitir Þórður Jósefsson. Hún heitir Kristín Þorfinnsdóttir. Hann er 81 árs. Hún er 70 ára. Hann vinnur í vörugeymsluhúsi hjá kaupfélaginu, en hún hugsar um litla heimilið þeirra á bakk- anum við ána. Þau eru þar bara tvö. Ungarnir eru flognir úr hreiðr- inu — þrír synir og ein dóttir. Þau hafa verið gæfusöm. Börnin þeirra eru efnisfólk. Framvinda lífsins hefur grundvallazt á hóf- semi. Erfiðleikarnir aldrei vaxið þeim yfir höfuð, og of auðveld lífsbarátta aldrei svikizt að þeirra sálarheill. Svo er það eitt kvöld, þegar flest fólk staðarins sefur að lokinni blótveizlu, að ég rölti niður á árbakkann, ef vera mætti að gömlu hjónin vildu segja mér eitthvað frá liðnum tíma, þeim tíma, þegar lífið var svo óendanlega ólíkt því lífi sem lifað er í dag, en ákaflega líkt því sem verið hefur með þjóðinni um liðin árahundruð. í stofunni þeirra er hlýtt og bjart. Hann Þórður er einn 15 systkina, sem ólust upp á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi á öld- inni sem leið. — Þar var ekki auður í koti árin þau. — Hann var ekki settur til mennta, hann Þórður. Allt hans skóla- nám var einn mánuður, og gekk hann þá út að Tindum. Það var árið fyrir ferminguna. Sextán ára gamall mátti hann fara að heim- an, og gerðist hann þá vetrarmaður hjá Jósafat bónda að Holta- stöðum í Langadal. Skyldi hann ganga þar á beitarhús og gæta 100 sauða bónda, en beitarhús þessi voru vestan Blöndu, þar sem heitir Holtastaðareitur. Þá var á ánni lögferja og mátti sauðamaður hafa not hennar, þeg- ar áin var ekki á haldi. Þetta var ekkert aukvisa verk, sízt unglingi. Verst var áin. Þegar sunnanrok blés niður dalinn og stóð með straumi, urðu erfiðleikarnir mestir, ekki sízt þegar skarir voru að ánni, var þá oft ekki gott að ná landi. Höggvið var vik upp í ís- brúnina, þar sem lending var fyrirhuguð og þangað varð að stefna ferjunni, væri þess nokkur kostur. Fyrir Þórði gekk þetta allt giftu- samlega — mun þar hafa farið saman gætni og áræði. Eftir nokkurra ára dvöl að Holtastöðum, lá leið Þórðar til Suður- nesja. Árið 1901 fór hann til Keflavíkur og réðist þar til sjóróðra. Reri hann þar síðan 10 vertíðir. Aðra tíma árs vann hann hjá bænd- um í sínu heimahéraði. Vertíðin stóð frá áramótum til 11. maí ár
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.