Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Page 16

Húnavaka - 01.05.1963, Page 16
14 HÚNAVAKA hvert — og gáfu þessir útvegir honum fjárafla nokkuð að jöfnu. Flest ár fór hann fótgangandi í verið, mundi það þykja erfitt og langsótt nú. Næturgreiði kostaði þá 1.00 kr. norðan heiða og 1.50 kr. sunnan. — Venjulega fóru vermenn niður á Akranes, þá kallað Skipaskagi, og fengu sexæring suður um flóann. Þórður og fleiri Húnvetningar höfðu gjarnan viðdvöl að Hvassahrauni á leið frá Hafnarfirði til Keflavíkur. Þar bjó þá kona, sem verið hafði í kaupavinnu að Eiríksstöðum í Svartárdal — og áttu þeir vissan hjá henni góðan beina. Þórður reri lengst hjá Bjarna Ólafssyni útvegs- bónda í Keflavík. Var þá sá háttur jafnan á hafður, að vermenn voru á vist með þeim útgerðarmanni, sem þeir höfðu ráðizt til. Sjórinn var sóttur á tírónum áttæringi, og var Þórður ætíð sjómað- ur. Venjulega var sótt suður í Miðnesdjúp. Varð stundum erfitt um landtöku, ef hvessti á suðaustan, meðan á sjóferðinni stóð, gat þá stundum orðið alveg landbann. Einu sinni lágu þeir við Garðskaga næturlangt, og mun sú útilega ekki hafa verið hlýleg. Yfirleitt var góður afli á vertíðum. Veiðarfæri voru bæði net og lína. Meðan róið var með línu var lengra til sótt, farið var með 4—6 bjóð í róð- ur. 8. marz mátti fyrst leggja net, þá var róið styttra, aðeins fram í Garðssjó. Netin voru 30 faðmar hvert net — 8—10 í hverri trossu, og trossurnar venjulega 3—4. Skipshöfnin var 10—12 manns og þótti gott að fá 50 fiska til hlutar í róðri. Oft brimaði skyndilega við Suðurnes, og það þótt logn væri og gott sjóveður. Gat þá orðið viðsjál landtakan og olli jafnvel stór- slysum. Veturinn 1906—1907 fórst bátur með 9 manna áhöfn í brimlendingu við Sandgerði, í svokölluðu Músasundi. Formaðurinn á bátnum hét Einar, 19 ára gamall piltur, sonur útvegsbónda í Sandgerði. Þetta var laugardaginn fyrir páska, veður var gott, en mikill sjór. Skipið sökk og sást ekki bóla upp af því. Álitið var, að trossan hefði verið fram í, og þegar aldan svo reið yfir gekk skipið undir og sökk. — Þennan atburð allan sáu þeir frá skipi því sem Þórður var á, en fengu ekki að gert. Á þeim árum sem Þórður stundaði sjóróðra, var hann jafnframt 5 ár á vist með Páli Hannessyni á Guðlaugsstöðum, en fór þaðan aftur að Holtastöðum til Jónatans Jósafatssonar, sem þá var tekinn þar við búsforráðum. Og á Holtastöðum kynntist hann henni Kristínu sinni, — og urðu þau ásátt með að rugla saman reytun- nm, og deila kjörum hvort með öðru, hvað þeim mun hafa tek-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.