Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Side 17

Húnavaka - 01.05.1963, Side 17
HÚNAVAKA 15 izt vel og giftusamlega. A Yzta-Gili bjuggu þau í 30 ár. Byrjuðu þau sinn búskap 1920. — Keyptu þá jörðina fyrir kr. 3500, sem var hátt verð að þeirrar tíðar hætti. Dilksverð var þá 4 kr. en fram- gengin ær á 12—14 kr. Aður en Þórður byrjaði búskapinn var hann nokkur ár lausamaður og stundaði svokallaða búnaðarvinnu. Dag- kaupið var þá kr. 1.50 og vinnutíminn 12 tímar. — Á sumrin, um sláttinn, komst vikukaupið upp í 12 kr. og þótti þá geipihátt. Nú er Yzta-Gil í eyði. Þetta var harðbýlisjörð, norðaustan veðrin voðaleg — en allt vaðandi í grasi. Eitt mesta veður sem Þórður man var 8. febrúar 1925 — svokall- aður „Togarabylur", en þá fórust 2 togarar á Halamiðum út af Vestfjörðum og svo segir Þórður frá: ,yÞað sem fyrst vakti athygli mína, sem undanfari þessa stórviðris, var hið óskaplega brimhljóð, sem barst mér til eyrna utan frá ströndinni. Þá var logn en dreif niður. Bjarni Einarsson, þá og síð- ar búsettur á Blönduósi, hefur sagt mér, að það sé eitt mesta brim, sem hann hafi séð brjóta þar við land. Ég stóð í bæjardyrum og hugðist ganga til hrossa, en þar sem veður var ekki slæmt ætlaði ég lítt að hugsa um minn heimanbúnað, en Kristín kom þá fram í dyr til mín og vildi hafa þar orð um, og varð svo að vera, enda var ég ekki kominn út úr bænum, þegar hríðin skall á svo að brast í hverjum rafti. Lítill árangur varð af ferð minni, að vísu rataði ég, þar sem ég þekkti hverja þúfu, en við ekkert var ráðið, og kom ég heim með eitt hross. í þessum sama byl, stóð Benedikt, vinnumaður í Stóra-Dal, yfir fénu þar, í svo nefndum Vökuhvammi. Mun til þess hafa þurft harðfengi. Frá því árið 1908 hefur Þórður ár hvert unnið nokkuð við kaup- félagið á Blönduósi. Áður en kaupfélagið, sem upphaflega var pönt- unarfélag, kom til, voru aðeins tvær verzlanir á Blönduósi, Höfners- verzlun og Möller. Forgöngumenn um stofnun pöntunarfélagsins voru meðal ann- arra þeir Brynjólfur í Litla-Dal, Erlendur í Tungunesi og Jón í Stóra-Dal. Vörnnni var skipað upp á bátum og borin á bakinu úr bát og upp á sandinn. Þar tók hver sitt meðan pöntunarfélagið var, og því dreifingarkostnaður lítill sem enginn. Þótti mörgum sem mjög brigði til hins betra hvað vöruverð snerti. Þórður hefur fylgzt með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.