Húnavaka - 01.05.1963, Síða 18
16
HÚNAVAKA
þróun verzlunarmálanna á Blönduósi allt frá þessum tíma, séð kaup-
félagið vaxa frá lítilli tilraun nokkurra bænda í stórfyrirtæki, sem
vaxið hefur til stærri áhrifa en nokkur önnur stofnun byggðarinnar.
Öll þau ár sem Þórður bjó á Yzta-Gili, stundaði hann jafnframt
vinnu hjá kaupfélaginu vor og haust, og einnig oft við skipakomur.
Mannhrak var mikið á Blönduósi og þurfti því að fá menn að til
vinnu. Og ennþá gengur hann Þórður um garða í kaupfélaginu —
ljúfur í viðmóti, fús að gera hverjum viðskiptamanni það gagn
sem hann má — og hún Kristín situr heima, hlynnir að heimilinu,
og brosir til hans Þórðar ennþá, rétt eins og hérna í gamla daga,
Jregar þau áttu sér ævintýri, sem aðeins voru fyrir þau tvö — og
engum öðrum ætluð. — Já — en það var nú í gamla daga. — Nú
eru breyttir tímar. — Nú eru ævintýrin ekki lengur einkamál.
Þ. M.
Heima hjá Guðrúnarstaðafeðgum
Vatnsdalur er fögur sveit. Býr þar margt höfðingsmanna.
Vegfarendur leggja þangað gjarnan leið sína og telja ekki úr-
leiðis. Finnst sem í þjóðbraut sé.
í upphafi langrar skammdegisvöku erum við stödd að Guðrún-
arstöðum.
Eysteinn bóndi Björnsson hefur fallizt á að svara nokkrum spurn-
ingum forvitins ferðalangs, rneðan Matthías sonur minn bregður
sér til næsta bæjar, til að láta Gest, son Eysteins, vita um hingað-
komu okkar. — Það er stundum erfitt að fylgjast með hringingum í
sveitasíma. —
Konan mín hefur stundargaman af viðræðum við vingjarnlega
og skapfellda konu, sem er bústýra hér.
Og þá sný ég mér að Eysteini bónda.
— Upprunninn vestur í Miðfjarðardölum — fæddur 1895 — kom
fjögurra ára að Grímstungu og var þar til ellefu ára aldurs. — Fór
að búa í Hamrakoti 18 ára, var þar eitt ár, fluttist svo að Meðal-
heimi, var þar í 13 ár og þar fæddust öll börnin — þrír synir og