Húnavaka - 01.05.1963, Side 25
JÓN PÁLMASON ALÞM. FRÁ AKRI:
HÚNAVATNSSÝSLA
Þessi grein er skrifuð fyrir nærri 3 árum, og stóð til, að hún kæmi
í afmælisblaði eins dagblaðsins, ásamt greinum um önnur héruð á
landi voru. En þegar til kom, var hætt við útgáfu þessa stóra af-
mælisblaðs og því birtist greinin hér.
Þetta er, eins og gefur að skil ja, engin héraðssaga sl. 50 ár heldur
bendingar og skýrslur um ýms aðal atriði er sýsluna varðar.
Það er kunnugt öllum sem þekkja til staðhátta í öllum byggð-
um okkar lands, að Húnavatnssýsla er fyrir margra hluta sakir eitt
af allra beztu héruðum landsins, og bera fjölbreytt náttúrugæði af
í því efni.
Ég miða hér við sýsluna alla, þó henni væri á sínum tíma skipt
í tvö sýslufélög og tvö kjördæmi, en sem hvorugt hefur orðið til
happa á neinu sviði.
Náttúrufegurð er fjölbreyttari og meiri í Húnavatnssýslu en víð-
ast annars staðar. Firðir og dalir, Þingið, Ásarnir og Skagaströndin
eru allt frjósamar og fagrar byggðir, er blasa við augum íbúa og
ferðamanna. Þær draga að sér athygli hvers manns er sér og skilur
livers er að vænta þar sem fegurðin og náttúrleg landgæði fallast
í faðma.
Þjóðvegurinn um þvera Húnavatnssýslu frá Hrútafjarðará að
sýslumörkum á Stóra-Vatnsskarði er 130 kílómetrar, og svipuð leið
er frá innstu dalabæjum og út á Skagatá. Annars staðar er leiðin
miklu skemmri frá dalabotnum til sjávar, en þó verulega misjöfn
eftir því hvar er mælt. Á þessu víðlenda svæði er margt að sjá og
margra gæða hægt að njóta. Okkar breiði flói, Húnaflói, skiptist
j^egar innar kemur í þrjá firði: Húnafjörð, Miðfjörð og Hrútafjörð.
Milli þeirra eru nesin Vatnsnes og Heggstaðanes. En út til hliða,
við allan flóann, sér um Skaga að austan og Strandir að vestan.