Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Page 25

Húnavaka - 01.05.1963, Page 25
JÓN PÁLMASON ALÞM. FRÁ AKRI: HÚNAVATNSSÝSLA Þessi grein er skrifuð fyrir nærri 3 árum, og stóð til, að hún kæmi í afmælisblaði eins dagblaðsins, ásamt greinum um önnur héruð á landi voru. En þegar til kom, var hætt við útgáfu þessa stóra af- mælisblaðs og því birtist greinin hér. Þetta er, eins og gefur að skil ja, engin héraðssaga sl. 50 ár heldur bendingar og skýrslur um ýms aðal atriði er sýsluna varðar. Það er kunnugt öllum sem þekkja til staðhátta í öllum byggð- um okkar lands, að Húnavatnssýsla er fyrir margra hluta sakir eitt af allra beztu héruðum landsins, og bera fjölbreytt náttúrugæði af í því efni. Ég miða hér við sýsluna alla, þó henni væri á sínum tíma skipt í tvö sýslufélög og tvö kjördæmi, en sem hvorugt hefur orðið til happa á neinu sviði. Náttúrufegurð er fjölbreyttari og meiri í Húnavatnssýslu en víð- ast annars staðar. Firðir og dalir, Þingið, Ásarnir og Skagaströndin eru allt frjósamar og fagrar byggðir, er blasa við augum íbúa og ferðamanna. Þær draga að sér athygli hvers manns er sér og skilur livers er að vænta þar sem fegurðin og náttúrleg landgæði fallast í faðma. Þjóðvegurinn um þvera Húnavatnssýslu frá Hrútafjarðará að sýslumörkum á Stóra-Vatnsskarði er 130 kílómetrar, og svipuð leið er frá innstu dalabæjum og út á Skagatá. Annars staðar er leiðin miklu skemmri frá dalabotnum til sjávar, en þó verulega misjöfn eftir því hvar er mælt. Á þessu víðlenda svæði er margt að sjá og margra gæða hægt að njóta. Okkar breiði flói, Húnaflói, skiptist j^egar innar kemur í þrjá firði: Húnafjörð, Miðfjörð og Hrútafjörð. Milli þeirra eru nesin Vatnsnes og Heggstaðanes. En út til hliða, við allan flóann, sér um Skaga að austan og Strandir að vestan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.