Húnavaka - 01.05.1963, Síða 35
HÚNAVAKA
33
á þessu sviði og hefði vafalaust betur gengið með fjárútvegi, ef
veiðiföng hefðu á síðustu 20 árum verið í samræmi við fyrri tíma.
A það einkum við síldarveiði í Húnaflóa.
d. Flugsamgöngur.
í Húnavatnssýslu er einn sæmilega góður flugvöllur, að mestu
byggður fyrir 10 árum. Hann er rétt austan við Húnavatn, skammt
norðan við Akur, en flug þangað kennt við Blönduós, enda ganga
bílar þaðan og þangað, þegar flogið er. Þetta er malarvöllur, vel
gerður, en ekki nema ein braut 1500 metrar á lengd og 80 metrar
á breidd. Liggur hún frá suðvestri til norðausturs, sem eru aðal
veðuráttir héraðsins. Telja flugmenn þetta einn af beztu flugvöll-
um landsins, ekki sízt af því, hve hann er langt frá fjöllum. Svo vel
gekk með þetta mannvirki, að sýslan eða héraðsmenn þurftu ekkert
til að kosta, og mun það fátítt um aðra flugvelli út um landið. Frá
Reykjavík þangað er 45 mínútna flug í góðu veðri.
Raforkuframkvæmdir.
Árið 1932 var byrjað á því að reisa rafstöð í miðri Húnavatns-
sýslu með orku úr Laxárvatni og Laxá á Ásum. Stöðin var nær ein-
göngu miðuð við Blönduóskauptún eins og þá stóð.
Síðar var þessi stöð yfirtekin af Rafmagnsveitum ríkisins og stækk-
uð verulega, allt með samningum við Sýslunefnd Austur-Húna-
vatnssýslu og aðra ráðamenn héraðsins. Síðan hefur verið sett sam-
band milli þessarar virkjunar og Gönguskarðsárvirkjunar við Sauð-
árkrók. Áætlanir hafa líka verið uppi hjá stjórn raforkumálanna
um það, að setja samband við þessar virkjanir og við Laxárvirkjun
í Suður-Þingeyjarsýslu. Vafasamt þó, að þær ráðagerðir komi til
framkvæmda.
F.n frá þessari Laxárvirkjun hefur verið leitt rafmagn um veru-
legan hluta Húnavatnssýslu. Hafa nú kauptúnin öll, Skagaströnd,
Blönduós og Hvammstangi, fengið rafmagn eftir þörfum. Einnig
þau heimili, sem eru meðfram þjóðveginum milli Blönduóss og
Skagastrandar og á leiðinni milli Blönduóss og Hvammstanga. Auk
þessa hefur verið lokið við að leiða raforku á flesta bæi í Vatnsdal.
3