Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 43
HÚNAVAKA
41
Hólum í Hjaltadal hefðu fengið honum nótnablað, er jreir bjuggu
til, og kváðu þar vera söngrödd Gottskálks grimma, Hólabiskups,
og báðu hann syngja, sem hann og gerði. Góðhjörtuð kona átti síð-
ar að hafa fengið Guðmund til að gefa sér það loforð, að syngja
aldrei framar þetta Gottskálks lag. Fylgdi það og sögunni, að þessu
loforði hefði Guðmundur stundum gleymt, ef peningar voru í boði.
Og ekki var samvizkusemin meiri en það hjá okkur „ungu mönn-
unum“, að við skutum saman nokkrum aurum, mest fimmeyring-
um, afhentum Guðmundi féð, með viðeigandi ábendingu um stærð
peninganna, og báðum hann að lofa okkur að heyra rödd Gottskálks
grimma. Það var þá, að Guðmundur lét orð falla, að ekki hefði
sakað, þó að smærri peningar hefðu fylgt með. En rödd Gottskálks
grimma fengum við að heyra — rétt sem snöggvast, þ. e. a. s. arg
eitt og ómennskt öskur, er ekkert átti skylt við lag eða söng.
Þessir gömlu heiðursmenn, Guðmundarnir, eru nú horfnir af
sjónarsviðinu, og þeirra líkar eiga vafalaust ekki afturkvæmt. Munu
margir segja, að ekki sé eftirsjá að slíkum mönnum, enda eru nú
aðrir tímar, aðrir þjóðlífshættir. Um það skal ekkert sagt, hvorki til
né frá. En endurminningar mínar frá þessu kaupavinnu-sumri,
væru þó mun fátæklegri, ef ekki hefðu birzt á sjónarsviði mínu þess-
ir sérkennilegu menn. Það meir að segja liggur við að ég sakni
þeirra. Þrátt fyrir allt áttu þeir líka sínu hlutverki að gegna í lífinu.
Blönduósi, 9. febrúar 1963.