Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Page 45

Húnavaka - 01.05.1963, Page 45
HÚNAVAKA 43 norðan og norðaustanvindum. Ef hægt væri að koma upp skjól- beltum að einhverju ráði, þá þýddi það, að vorið kæmi fyrr, þ. e. fyrr yrði grænt. Og hver vill ekki flýta komu vorsins? Nú spyrja menn, hvar eigum við að koma upp skjólbeltum? Fyrst og fremst norðan og austan við íbúðarhúsin. Trén eiga að skýla húsunum og þegar fram líða stundir mun þetta spara stórfé í minni upphitun. Við eigum líka að gróðursetja skjólbelti á skurð- bökkunum. Með því drögum við úr hættu, sem af skurðunum staf- ar og gjörbreytum túnunum. Skurðirnir líta illa út t. d. á vorin. Þá eru þeir eins og sinugeirar innan um iðgræna velli, en nú yrðu þeir eða bakkarnir sígrænir lundir. En það tekur tíma og kostar þó nokkuð fé, að koma þessu í fram- kvæmd, og það er víst, að þeir, sem hefja þessa ræktun, fá sáralítið að njóta hennar sjálfir. I þeirra hlut kemur aðeins sú vissa, að þeir séu að vinna fyrir framtíðina, fyrir land sitt og þjóð. Þótt fjárhagshliðin sé þung á metunum, þá ræður hún ekki úr- slitum hér. Flest bú stæðust það, að láta 400—600 krónur á ári í skógrækt, og þótt skortur sé á vinnuafli og sveitafólk hafi mikið að gera, þá væri hægt að finna tíma til þess að sinna skógræktinni, ef áhugi er fyrir hendi. Við höfum oftast til þess tíma, sem við viljum gera. Það reynir fyrst og fremst á þolinmæðina. Við þurfum að bíða í 8—15 ár til þess að sjá nokkurn árangur sem nemur. Við skulum hugsa okkur, að við stæðum á þjóðveginum norðan við Grænuhlíð á sólbjörtum vordegi, og horfðum fram Langadal. Þar blasa við okkur glæsileg býli, og túnum þeirra er skipt í skákir með dökkgrænum skógarreitum og skógargeirar teygðu sig upp hlíðina. Þannig gæti þetta litið út eftir 40—60 ár. Þetta er að vísu nokkuð langur tími, en ekki lengri en Jrað, að mjög margir þeirra, sem nú eru um tvítugt myndu þá vera í tölu lifenda. En það er einmitt til æskufólksins, sem ég beini þessum skrifum. Hér hefur verið rótgróin vantrú á trjárækt. Þessi vantrú verður ekki upprætt, nema að allur almenningur geti í bókstaflegri merkingu þreifað á staðreyndunum. Nú benda allar líkur til þess, að veðurfar fari hlýn- andi á norðurhveli jarðar, a. m. k. um tíma, og ætti það að gera skógræktina auðveldari. Ég vil skora á sem flesta íbúa þessa héraðs, að þeir reyni að koma upp smá skógarreit, skjólbelti, heima hjá sér. Gróðursetjið svona 100—200 plöntur árlega og ég get fullvissað ykkur um það, að eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.