Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Page 49

Húnavaka - 01.05.1963, Page 49
HÚNAVAKA 47 varpssal. Hann sagði það, sem rétt er, að á landi hér sé í dag margt bænda, sem búi af því einu að þeir vilji búa og ekki annað. En hvernig væri nú, ef þessi hugsunarháttur hefði ekki verið allmjög ríkjandi? Það væri vafalaust ömurlegt, þegar höfð er í huga svo áþreifanleg staðreynd að atvinnumöguleikar bóndans eru af þjóð- félaginu, sem heild, virtir þannig, að vel setnar bújarðir eru í fæst- um tilfellum metnar til jafns við sæmilega íbúð í höfuðstaðnum, nema þá, ef vera skyldi að jörðinni fylgi laxveiðiréttindi. Og þá er loks komið að kjarna málsins, en í því sambandi langar mig að segja ykkur frá því, að ég ræddi við annan kunningja minn um daginn og þá var nú ekki rætt um trúmál eða annað líf, sem í fyrra skiptið. Nei, nú var rætt um svo áþreifanlegt efni, sem verð- lagsgrundvöllinn. Þessi maður er stéttarbróðir minn, roskinn bóndi, sem hefur byggt upp jörð sína, að húsum og ræktun, á mjög hag- kvæmum tíma þannig, að hann borgar framkvæmdirnar með miklu verðminni krónum en giltu, er hann framkvæmdi verkið. Aðstaða hans ætti því að vera mjög hagstæð til búrekstursins. Niðurstaða bóndans var samt þessi: Þjóðfélagið verður að gera sér jrað ljóst að eigi landbúnaðurinn að halda áfram að vera til, í þessu landi, verða bændurnir að fá vinnu sína það vel greidda í gegnum framleiðsluna, að sveitabúskapur geti boðið jafn góð og örugg lífsskilyrði og aðrir atvinnuvegir. En meðan svo er ástatt að aðeins sárafáir ungir menn hafa bolmagn til þess að hefja bú- skap í sveit, en fjöldinn ekki, bíður upplausn á næsta leiti. Ætli þessi niðurstaða sé ekki nokkuð nærri því rétta, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, að í öllu kapphlaupi þjóðarinnar móti nýja tímanum, þá stendur slagurinn um hverja vinnandi hönd. Sá slagur kemur fram í ýmsum myndum: hækkuðu kaupi, mikilli eft- irvinnu, alls konar fríðindum o. s. frv. Allt er miðað við peninga út í hönd og af þeim er mikið í sambandi við atvinnulífið við sjó- inn. Svo til þess að gera spenninginn enn þá meiri er flutt inn erlent fjármagn, og alltaf vaxa möguleikar fólksins á að leita sér að einhverju nýju, sem gæti boðið upp á aukin lífsþægindi. Við framangreindar staðreyndir á landbúnaðurinn að berjast um tilveru sína. Bændurnir hafa reynt að mæta þessum vanda með því að tileinka sér aukna tækni í stórum stíl, og vinnugetu fjöl- skyldu sinnar út í yztu æsar. Flestir bændanna láta ekki troða sig undir í þessum kaldrifjaða leik. En nokkrir þeirra dragast aftur úr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.