Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 49
HÚNAVAKA
47
varpssal. Hann sagði það, sem rétt er, að á landi hér sé í dag margt
bænda, sem búi af því einu að þeir vilji búa og ekki annað. En
hvernig væri nú, ef þessi hugsunarháttur hefði ekki verið allmjög
ríkjandi? Það væri vafalaust ömurlegt, þegar höfð er í huga svo
áþreifanleg staðreynd að atvinnumöguleikar bóndans eru af þjóð-
félaginu, sem heild, virtir þannig, að vel setnar bújarðir eru í fæst-
um tilfellum metnar til jafns við sæmilega íbúð í höfuðstaðnum,
nema þá, ef vera skyldi að jörðinni fylgi laxveiðiréttindi.
Og þá er loks komið að kjarna málsins, en í því sambandi langar
mig að segja ykkur frá því, að ég ræddi við annan kunningja minn
um daginn og þá var nú ekki rætt um trúmál eða annað líf, sem í
fyrra skiptið. Nei, nú var rætt um svo áþreifanlegt efni, sem verð-
lagsgrundvöllinn. Þessi maður er stéttarbróðir minn, roskinn bóndi,
sem hefur byggt upp jörð sína, að húsum og ræktun, á mjög hag-
kvæmum tíma þannig, að hann borgar framkvæmdirnar með miklu
verðminni krónum en giltu, er hann framkvæmdi verkið. Aðstaða
hans ætti því að vera mjög hagstæð til búrekstursins.
Niðurstaða bóndans var samt þessi: Þjóðfélagið verður að gera
sér jrað ljóst að eigi landbúnaðurinn að halda áfram að vera til, í
þessu landi, verða bændurnir að fá vinnu sína það vel greidda í
gegnum framleiðsluna, að sveitabúskapur geti boðið jafn góð og
örugg lífsskilyrði og aðrir atvinnuvegir. En meðan svo er ástatt
að aðeins sárafáir ungir menn hafa bolmagn til þess að hefja bú-
skap í sveit, en fjöldinn ekki, bíður upplausn á næsta leiti.
Ætli þessi niðurstaða sé ekki nokkuð nærri því rétta, ekki sízt
þegar tekið er tillit til þess, að í öllu kapphlaupi þjóðarinnar móti
nýja tímanum, þá stendur slagurinn um hverja vinnandi hönd. Sá
slagur kemur fram í ýmsum myndum: hækkuðu kaupi, mikilli eft-
irvinnu, alls konar fríðindum o. s. frv. Allt er miðað við peninga
út í hönd og af þeim er mikið í sambandi við atvinnulífið við sjó-
inn. Svo til þess að gera spenninginn enn þá meiri er flutt inn
erlent fjármagn, og alltaf vaxa möguleikar fólksins á að leita sér
að einhverju nýju, sem gæti boðið upp á aukin lífsþægindi.
Við framangreindar staðreyndir á landbúnaðurinn að berjast
um tilveru sína. Bændurnir hafa reynt að mæta þessum vanda með
því að tileinka sér aukna tækni í stórum stíl, og vinnugetu fjöl-
skyldu sinnar út í yztu æsar. Flestir bændanna láta ekki troða sig
undir í þessum kaldrifjaða leik. En nokkrir þeirra dragast aftur úr