Húnavaka - 01.05.1963, Side 53
JÓN KR. ÍSFELD:
AFBRÝÐI
SMÁSAGA
Arnór gekk fram og al'tur um gólfið í litla herberginu, sem hann
hafði fyrir skömmu tekið á leigu. Hann var álútur og þungbúinn
og hreyfingarnar tryllingslegar.
„Hann ætlar að taka hana af mér,“ tautaði hann og beit saman
tönnunum. „Fái hann tækifæri til þess að koma fram opinberlega,
þá eru vopnin í hans höndum. Nei, það skal aldrei verða! Hún skal
verða mín!“ Við þessi síðustu orð leit hann upp og barði saman
höndunum. Hann staðnæmdist snögglega við borðið, sem stóð út
við gluggann, og barði hnefanum í það. „í kvöld! Já — hann skal
verða sér til skammar! Hann skal!“ hvæsti hann út milli saman
bitinna tannanna. Hið unglega og laglega andlit hans var afmvnd-
að af æsingi. Hann þagnaði skyndilega, gekk að legubekknum, þar
sem hann hafði oft látið sig dreyma um Helgu Stefánsdóttur — og
kastaði sér ofan á hann. Hann lokaði augunum, en herkjulegir
drættir komu kringum munninn. Hvað var það, sem hann hafði
i huga?
Það var komið kvöld.
Við dyr samkomuhússins ,Jðunn“ stóð stór þyrping fólks. Það
átti að fara að opna húsið. Allir biðu þeirrar stundar með óþreyju,
því að eftir rúmlega hálfa klukkustund ætlaði hinn efnilegi, róm-
aði söngvari, Kristinn Karlsson, að syngja. Einkum höfðu margar
ungar stúlkur þrengt sér að dyrunum og dregið þangað unga menn
með sér. Þeirra á milli var söngvarinn kallaður „fallegi maðurinn
með fallegu augun", — margar ungar stúlkur eru hrifnari af fögr-
um líkama en fagurri list, hafði einn ungu piltanna sagt.
4*
L