Húnavaka - 01.05.1963, Side 58
GUÖLAUG STEINGRÍMSDOTTIR:
Nótt í Atlavík
Við erum stödcl í Hallormsstaðaskógi. Stóri fólksflutningabíllinn
rennur hægt niður skógi vaxna brekkuna, við erum að komast í
áfangastað. Hann smáhægir ferðina þangað til hann stoppar alveg.
Ég lít út um gluggann og sé framundan skóglaust svæði, grasi gró-
íð, sem myndar eins konar hálfhring, girtan háum trjám, nema á
einn veg, þar rennur Lagarfljótið. Það er spegilslétt, og sést enginn
straumur, minnir helzt á stöðuvatn. ,,Atlavík!“ hrópa ég. „Atlavík!“
er tekið undir víðs vegar um bílinn. Við erum komin í Atlavík, en
þangað er ferðinni heitið í kvijld. Það verður uppi fótur og fit,
allir vilja komast sem fyrst út úr bílnum, gott að geta rétt sig úr
kútnum eftir svona langa kyrrsetu. Þetta fólk, sem hér er komið, eru
ungmennafélagar vestan úr Húnavatnssýslu, lífsglaður hópur ung-
menna undir leiðsögu nokkurra eldri og reyndari manna.
Klukkan er um það bil 10 að kveldi og hér ætlum við að hafa
náttstað. Fólkið ryðst eins og flóðbylgja út úr bílnum og dreifist
um grasi gróið svæðið. Alls staðar kveða við upphrópanir: „Mikið
er hér dásamlegt! Nei, sko, hér rennur kekur, og sjáið þið kjarrið
beggja megin við hann!“ „En skógarilmurinn, hann er þó það
bezta.“ Mér kemur í hug erindið alkunna. „í Hallormsstaðaskógi
er angan engu lík o. s. frv.“ Ég óska mér að ég gæti flutt þessa litlu
vík og umgjörð hennar með mér heim í dalinn minn og komið
henni þar fyrir á hentugum stað. Upp með læknum öðrum megin
stendur hús rétt í skógarjaðrinum. Það er frekar hrörlegt að sjá
að utan, þó er ekki gott að segja nema það geti verið sæmilega útlít-
andi að innan. Líklega er þetta samkomuhús. Einhver úr hópnum
lætur þá ósk í ljósi, að gaman væri að hér yrði dansað í kveld. Þess
sjást þó engin merki, að sú ósk rætist. Að vísu sjáum við nokkrar