Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Page 61

Húnavaka - 01.05.1963, Page 61
JÓN BJÖRNSSON FRÁ HÚNSSTÖÐUM: BEINAKERLING Sveitin kiknaði undir oki vetrarins. Hvar, sem á gat að líta sá hvergi á dökkan blett í þessari óendanlegu snjófergju. Jafnvel á marflötum sléttum, þar sem hvergi var skjól að finna, hafði snjón- um kyngt niður í álnarþykka breiðu. Eftir fannkomuna hafði blot- að (irlítið, en fyrr en varði ríkti harkan ein á ný. En þá hafði tekið fyrir alla jörð, og mjúkur snjór logndrífunnar var orðinn að gler- hörðu hjarni. Þeir fáu þúfnakollar, sem staðið höfðu upp úr, voru nagaðir niður í rót af útigangshrossunum, sem fljótt urðu slegin á bak og lend, svo bændur urðu að taka þau á gjöf hvert af öðru eða fella ella, eftir húsrými og heybirgðum. Engum bónda kom til hugar að reyna að beita sauðfé á þennan gadd. Þeir renndu því út úr loftþungum fjárhúskrónum til að snjóvga því, en aðeins örlitla stund úr deginum. Það hélzt ekkert við úti, en varð samt lystar- betra við að fá ferskt loft, og bændurnir horfðu æ kvíðafyllri á sírýrnandi stabbann í tóttinni. Hann hafði sízt verið of stór, að loknu slíku óþurrkasumri, þótt ekki bættust önnur eins jarðbiinn ofan á, að ekki mætti halda hross- unum við útgjafarlaust, hrossunum, sem ekki áttu að koma inn fyrir húsdyr, hve mikla hörku sem gerði. Nú teygðu þau sig annað hvort yfir garðaböndin og rifu í sig ruddann og moðið frá fénu eða biðu í hnapp við tóttarvegginn eftir að bóndinn fleygði til þeirra gólfskáninni úr tóttinni. Og sífellt minnkaði stabbinn. Sumir bændur riðuðu alveg á barmi heyleysis og skepnufellis. Aðrir reyndu að drýgja heyið með fóðurbæti, svo sem morknu og daunillu saltkjöti af sjálfdauðu eða rotinni sfld. Búpeningurinn át allt, sem að honum var rétt, þegar hungrið svarf að.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.