Húnavaka - 01.05.1963, Síða 61
JÓN BJÖRNSSON FRÁ HÚNSSTÖÐUM:
BEINAKERLING
Sveitin kiknaði undir oki vetrarins. Hvar, sem á gat að líta sá
hvergi á dökkan blett í þessari óendanlegu snjófergju. Jafnvel á
marflötum sléttum, þar sem hvergi var skjól að finna, hafði snjón-
um kyngt niður í álnarþykka breiðu. Eftir fannkomuna hafði blot-
að (irlítið, en fyrr en varði ríkti harkan ein á ný. En þá hafði tekið
fyrir alla jörð, og mjúkur snjór logndrífunnar var orðinn að gler-
hörðu hjarni. Þeir fáu þúfnakollar, sem staðið höfðu upp úr, voru
nagaðir niður í rót af útigangshrossunum, sem fljótt urðu slegin á
bak og lend, svo bændur urðu að taka þau á gjöf hvert af öðru
eða fella ella, eftir húsrými og heybirgðum. Engum bónda kom til
hugar að reyna að beita sauðfé á þennan gadd. Þeir renndu því út
úr loftþungum fjárhúskrónum til að snjóvga því, en aðeins örlitla
stund úr deginum. Það hélzt ekkert við úti, en varð samt lystar-
betra við að fá ferskt loft, og bændurnir horfðu æ kvíðafyllri á
sírýrnandi stabbann í tóttinni.
Hann hafði sízt verið of stór, að loknu slíku óþurrkasumri, þótt
ekki bættust önnur eins jarðbiinn ofan á, að ekki mætti halda hross-
unum við útgjafarlaust, hrossunum, sem ekki áttu að koma inn
fyrir húsdyr, hve mikla hörku sem gerði. Nú teygðu þau sig annað
hvort yfir garðaböndin og rifu í sig ruddann og moðið frá fénu
eða biðu í hnapp við tóttarvegginn eftir að bóndinn fleygði til
þeirra gólfskáninni úr tóttinni.
Og sífellt minnkaði stabbinn.
Sumir bændur riðuðu alveg á barmi heyleysis og skepnufellis.
Aðrir reyndu að drýgja heyið með fóðurbæti, svo sem morknu og
daunillu saltkjöti af sjálfdauðu eða rotinni sfld.
Búpeningurinn át allt, sem að honum var rétt, þegar hungrið
svarf að.