Húnavaka - 01.05.1963, Qupperneq 62
60
HÚNAVAKA
(arðbörinin héldust viku eftir viku,
og jainvel aldursforseti sveitarinnar
gafst skilyrðislaust upp við að finna
hliðstæðu þessarar hörku frá sínum
yngri árum.
Vetrarkuldinn tröllreið öllu byggð-
arlaginu, og hver bóndinn af öðrum
varð uppi með hey.
Þá var leitað til stórbvlanna um
hjálp.
Daufir í bragði og daprir á svip
komu kotkarlarnir fyrir sterkríka
stórbændurna og báðust lágraddaðir
ásjár. Allir höfðu þeir sömu sögu að segja: hrossin héngu varla sam-
an af hor, að heita mætti, og fengu ekki kjaltfylli, þótt þau berðu
gaddinn diigunum saman.
Hvert einasta strá var uppurið í tóttinni. Féð fékk orðið ekki
annað en flísarnar, sem það nagaði af stoðunum og garðabcindun-
um, enda var það orðið riðult í spori, og seinast í morgun voru tvær
ágætar ær dauðar í húsunum.
Sumir fengu lofun fyrir heyi og héldu þá lieim í allsleysið, rauð-
nefjaðir og gleiðfættir, en vonglaðir um, að máske þyrftu þeir ekki
að óttast felli l'ramar. Nokkrum dögum seinna kom svo heytugga
frá stórbóndanum, en jarðbönnin héldust, og grónar fyrningar stór-
bændanna gengu til þurrðar eins og annað.
Menn voru löngu hættir að kenna Drottni þessi ósköp. Þetta voru
auðvitað verk þess illa, og sveitarbúar rcikræddu þetta fram og aftur,
snýttu sér í fingurna og þerrðu þá síðan í bætta buxnaskálmina.
Fyrst hugsuðu menn þetta með sjálfum sér, en síðar sögðu þeir
nábúa sínum frá þessari skelfilegu staðreynd, og loks var það orðið
altalað, að nú væri ríki hinnar heilögu þrenningar liðið undir lok
og líklega væri nú dómsdagur í nánd.
Engu að síður barðist presturinn hetjulega á móti þessari villu-
trúarkenningu, sem borin var af almannarómi, þó hann tryði henni
innra með sér. Hann hélt því blákalt fram, að þetta væri upphaf
nýrrar ísaldar, sem standa myndi yfir í marga mannsaldra.
Presturinn var lærðasti maður sveitarinnar, svo að orðum hans
var trúað, og fyrsti bóndinn felldi bústofn sinn. Síðan fetaði einn
Jón Björnsson.