Húnavaka - 01.05.1963, Side 65
BJARNI JÓNASSON:
Manndrápsbylur
Minnisstæðasta veðrið, sem ég man eftir, er afspyrnuhríð sú, sem
gerði 8. febrúar 1925, Halaveðrið svokallaða, en þá fórust 2 togar-
ar á Halamiðum með 68 manns. „Var þetta aftakaveður af land-
norðri og svo hvasst, að varla var gengt rnilli húsa. Náði veðrið
yfir landið þvert vestan vert.“
Ég mun segja hér frá persónulegum kynnum mínum af veðrinu
og nokkuð frá slysförum á mönnum og málleysingjum hér í Austur-
Húnavatnssýslu. Verður frásögnin byggð á dagbók minni, en það
vil ég taka fram, að hér verður ekki um tæmandi frásögn að ræða,
en vonandi ekki heldur um miklar missagnir, þar sem heimildin
er rituð um leið og atburðirnir gerðust.
Ég gegndi um þetta leyti kennarastörfum í Svínavatnshreppi, en
heimili mitt var í Blöndudalshólum, og þar rak ég búskap í tví-
býli við tengdaföður minn. Sú var venja mín að fara heim að lok-
inni kennslu á laugardögum. Nú var frekar stutt að fara, því að
skólinn var í Litladal. Ég fór því heirn að Hólum laugardagskvöld-
ið 7. febrúar. Veður og færi var hið sæmilegasta, en loftvog fallandi.
Að morgni sunnudagsins 8. febrúar var hér frammi í Blöndudal
fyrst suðaustan kul með nokkurri snjókomu, og hafði loftvog hald-
ið áfram að falla um nóttina. Um dagmál birti þó, en bakki var
til hafsins. Gott var til beitar, þó að nokkur snjór væri á jörðu.
Féð var því látið út og rekið suður og upp á háls á svokallaða
Kringlumýri, sem er ofan brúna.
Um sama leyti fór ég að heiman, því að ég Jmrfti að hafa tal af
nágranna mínurn, Tryggva Jónassyni í Finnstungu. Erindið var
ekki meira en það, að því mundi nú hafa verið lokið í síma, en
það var ekki fyrr en vorið eftir ýl925), sem síminn var lagður hér