Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Page 65

Húnavaka - 01.05.1963, Page 65
BJARNI JÓNASSON: Manndrápsbylur Minnisstæðasta veðrið, sem ég man eftir, er afspyrnuhríð sú, sem gerði 8. febrúar 1925, Halaveðrið svokallaða, en þá fórust 2 togar- ar á Halamiðum með 68 manns. „Var þetta aftakaveður af land- norðri og svo hvasst, að varla var gengt rnilli húsa. Náði veðrið yfir landið þvert vestan vert.“ Ég mun segja hér frá persónulegum kynnum mínum af veðrinu og nokkuð frá slysförum á mönnum og málleysingjum hér í Austur- Húnavatnssýslu. Verður frásögnin byggð á dagbók minni, en það vil ég taka fram, að hér verður ekki um tæmandi frásögn að ræða, en vonandi ekki heldur um miklar missagnir, þar sem heimildin er rituð um leið og atburðirnir gerðust. Ég gegndi um þetta leyti kennarastörfum í Svínavatnshreppi, en heimili mitt var í Blöndudalshólum, og þar rak ég búskap í tví- býli við tengdaföður minn. Sú var venja mín að fara heim að lok- inni kennslu á laugardögum. Nú var frekar stutt að fara, því að skólinn var í Litladal. Ég fór því heirn að Hólum laugardagskvöld- ið 7. febrúar. Veður og færi var hið sæmilegasta, en loftvog fallandi. Að morgni sunnudagsins 8. febrúar var hér frammi í Blöndudal fyrst suðaustan kul með nokkurri snjókomu, og hafði loftvog hald- ið áfram að falla um nóttina. Um dagmál birti þó, en bakki var til hafsins. Gott var til beitar, þó að nokkur snjór væri á jörðu. Féð var því látið út og rekið suður og upp á háls á svokallaða Kringlumýri, sem er ofan brúna. Um sama leyti fór ég að heiman, því að ég Jmrfti að hafa tal af nágranna mínurn, Tryggva Jónassyni í Finnstungu. Erindið var ekki meira en það, að því mundi nú hafa verið lokið í síma, en það var ekki fyrr en vorið eftir ýl925), sem síminn var lagður hér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.