Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Side 68

Húnavaka - 01.05.1963, Side 68
HÚNAVAKA GG á dökkan díl. Var nú brugðið við að leita fjárins. Segir svo orðrétt í dagbók minni: „Aðkoman slæm. Einstaka kind lá alveg á hryggn- um, hefur slegið flatri. Tíu kindur vantar enn. Eina fundum við dauða og fjórar voru svo máttfarnar, að við komum þeim ekki heim. Grófum við þær í fönn og létum hey hjá þeim. Gátum fengið þær allar, nema eina, til þess að éta. Óvíst auðvitað að þær lifi, en þess var enginn kostur að koma þeim heim, bæði vegna tímaskorts og svo mundu þær ekki hafa þolað flutninginn. Vorum við við þetta fram á kvöld.“ Flest var féð í Leyningunum og margt í fönn. Ég átti unga tík, sem Kola hét. Hún var okkur betri en ekki við leitina. Fann flest af fénu, sem var fennt. Kola gekk snuðrandi um fannirnar, og það brást ekki, ef hún fór að krafsa í snjóinn, að þá var þar fé undir. Þegar Kola fór að krafsa komum við með tilfærur okkar, langar járnstengur úr steypujárni. Höfðum við gert smá rauf í annan end- ann og beygt út af. Könnuðum við skaflana með stöngunum. Frá- gangurinn á endanum gerði hvort tveggja í senn að koma í veg fyrir, að skepnur hlytu meiðsli af, þó að kannað væri með stöng- inni, og í annan stað festist ull á króknum, ef kind var fyrir. Meg- inn hluti fjárins gat gengið heim, en nokkrar kindur, sem voru í fönn (auk þessara fjögurra, sem við grófum) voru svo máttfarnar, að þess var enginn kostur að þær gengu heim. Gripum við þá til þess ráðs, að við helltum fyrst ofan í þær heitu brennivínskaffi, sem við höfðum með okkur, bjuggum um hverja kind á stórum poka og drógum hana þannig heim á sjálfum okkur. Brekkurnar eru með nokkurn veginn jöfnum halla og voru allar í einni þilju, svo að ekki var fyrirstaðan. Daginn eftir (þriðjudag) var vitjað um ærnar, sem við grófum í fönn. Var þá ein þeirra dauð, en hinar voru sprækar og gengu heim. Eins og fyrr segir, var sími ekki lagður hér fram um sveitirnar fyrr en sumarið 1925. Fréttir voru því lengur að berast en nú. Ég sé það í dagbók minni, að í hálfan mánuð hafa mér verið að berast fréttir úr hríðinni. Hér verður svo að lokum gefið stutt yfirlit um slysfarir og tjón, sem varð af skaðaveðri þessu hér í Austur-Húnavatnssýslu. Tvö dauðaslys urðu: Kona varð úti í Skyttudal á Laxárdal og roskinn maður varð úti á Hnjúkaflóa. Skyttudalur hefur nú verið í eyði um 8 áratugi. Það býli var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.