Húnavaka - 01.05.1963, Qupperneq 78
7(i
HÚ NAVAKA
nú um árabil hefur Guðlaug Steingrímsdóttir verið í alfremstu röð
íslenzkra íþróttakvenna. Hefur sett allt að tólf héraðsmetum á ári
og er nú íslandsmeistari í tveimur íþróttagreinum. Einnig hefur
USAH ákveðið í tilefni þessa afmælis að veita tveimur íþrótta-
mönnum, þeim Pálrna Jónssyni og Sigurði Sigurðssyni, sérstaka
viðurkenningu fyrir ágætan íþróttaárangur og langan keppnisferil
á vegum Sambandsins.
Fyrir þremur árum gáfu reykvískir laxveiðimenn, sem höfðu árn-
ar Blöndu og Svartá á leigu, tvo farandbikara til sveitakeppni í
skák er fram færi á vegum USAH. Hefur sú keppni síðan farið
fram á hverju ári, enda allmikill skákáhugi í héraðinu og einn
skákmaður náð þeim árangii að verða Norðurlandsmeistari.
USAH og héraðið allt stendur í mikilli þakkarskuld við iðkend-
ur íþróttanna. Ekki fyrst og lremst fyrir þann árangur sem íþrótta-
fólkið liefur náð og skipað því jafn háan sess og félögum þess í hlið-
stæðum Héraðssamböndum. Heldur vegna félagslegs og menning-
arlegs gildis fyrir hina uppvaxandi æsku, þá er landið skulu erfa.
íþróttirnar eru æskunni góður skóli og heilladrjúg leið til aukins
manndóms og manngildis.
Þáttur USAH í skemmtanalífi hefur frá upphafi verið mikill. Á
Héraðsmótum Sambandsins hel'ur verið leitazt við að hafa sem
mesta fjölbreytni einkum eftir að þau voru tengd þjóðhátíðardeg-
inum. Þar hafa jafnan auk íþróttakeppni farið fram ræðuhöld, söng-
ur og ýmislegt skemmtiefni. Hér skal ekki um dæmt hvernig USAH
hefur tekizt framkvæmd hátíðahaldanna 17. júní. Að takast slíkt á
hendur er ærinn vandi og margt liefði að sjáltsögðu mátt betur fara.
En Héraðsmótin eru óumdeilanlega snar þáttur í menningarlífi
héraðsins ekki sízt er þau fara fram á þjóðhátíðardaginn.
Nokkru eftir að USAH var endurreist hafði það forgöngu um
að ýmis félög innan héraðs skemmtu með leiksýningum og söng í
tvo til þrjá daga um það leyti sem Sambandið hélt Héraðsþing sín.
Upp úr þessum gleðidögum, sem svo voru nefndir, óx svo Fræðslu-
og skemmtivika Húnvetninga, sem síðar hlaut nafnið Húnavaka.
Hefur hún á hverju ári, síðan 1948, staðið yfir 6—8 daga við vax-
andi vinsældir og gengi. Þar hafa mörg félög og félagasamtök inn-
anhéraðs lagt fram skemmtiefni, auk aðfenginna skemmtikrafta.
Hefur þó efni flutt af húnvetnskum aðilum algjörlega byggt upp
Húnavökuna í síðustu þrjú skiptin og verður svo væntanlega fram-