Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Síða 82

Húnavaka - 01.05.1963, Síða 82
TORFI SIGURÐSSON: Tófuleit á túnaslcetti Dag nokkurn í 16. viku sumars, árið 1955, hringdi til mín Jökull Sigtryggsson, þá búsettur á Skagaströnd, nú bóndi að Núpi. Hafði hann tekið sig upp og farið í útilegu fram á Laxárdal og notað dráttarvél sem fararskjóta. Hafði ferðalagið gengið vel, þar til hann var á heimleið og kominn út fyrir Refsstaði. Þá fer loft úr öðru afturhjólinu á dráttarvélinni, og þó að hann væri vel útbúinn, þá vanhagaði hann um eitthvað, til að geta gert við þetta á staðnum og gekk því út að Núpi. Þaðan talaði hann við mig og var erindið að biðja mig að flytja sig frameftir með það sem vantaði og koma þessu í lag með sér, sem ég gerði. Þar sem þennan dag var góður heyþurrkur, fór ég ekki af stað fyrr en um kvöldið er venjulegum vinnutíma var lokið. Þetta ferðalag var á engan hátt sögulegt, nema að það „gekk eins og í sögu“ og er óþarfi að rekja þá sögu nánar, en þá tekur við önnur saga. Það er svo með mig og kannske fleiri, að þegar ég er kominn nógu langt frá mannabyggðum, er ég mikið næmari fyrir því, sem kringum mig gerist í ríki náttúrunnar. Og nú, þegar ég er kominn fram á Laxárdal, sem áður var, og það í mínu minni, allur byggð- ur, en er nú allur í eyði út að Núpi, þá er ómögulegt annað en heyra og skynja það sem kringum mann gerist. Golan þýtur í stör- inni. Lóan syngur sinn ánægjulega söng. Stöku kind jarmar. Stóð- hestarnir upphefja ástarsöngva o. fl o. fl. Allt í einu berst að eyrum mér hátt og hvellt hljóð, sem vekur sérstaka athygli mína, sérstak- lega af því svarað er. Þetta er tófa, og því fylgja lægri og óreglu- legri tófuhljóð. Það er eins og ég sjái fyrir mér það, sem þarna er að gerast. Þarna heldur sig fjölskylda. Annað hvort fullorðna dýrið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.