Húnavaka - 01.05.1963, Qupperneq 82
TORFI SIGURÐSSON:
Tófuleit á túnaslcetti
Dag nokkurn í 16. viku sumars, árið 1955, hringdi til mín Jökull
Sigtryggsson, þá búsettur á Skagaströnd, nú bóndi að Núpi. Hafði
hann tekið sig upp og farið í útilegu fram á Laxárdal og notað
dráttarvél sem fararskjóta. Hafði ferðalagið gengið vel, þar til hann
var á heimleið og kominn út fyrir Refsstaði. Þá fer loft úr öðru
afturhjólinu á dráttarvélinni, og þó að hann væri vel útbúinn, þá
vanhagaði hann um eitthvað, til að geta gert við þetta á staðnum
og gekk því út að Núpi. Þaðan talaði hann við mig og var erindið
að biðja mig að flytja sig frameftir með það sem vantaði og koma
þessu í lag með sér, sem ég gerði. Þar sem þennan dag var góður
heyþurrkur, fór ég ekki af stað fyrr en um kvöldið er venjulegum
vinnutíma var lokið.
Þetta ferðalag var á engan hátt sögulegt, nema að það „gekk eins
og í sögu“ og er óþarfi að rekja þá sögu nánar, en þá tekur við
önnur saga.
Það er svo með mig og kannske fleiri, að þegar ég er kominn
nógu langt frá mannabyggðum, er ég mikið næmari fyrir því, sem
kringum mig gerist í ríki náttúrunnar. Og nú, þegar ég er kominn
fram á Laxárdal, sem áður var, og það í mínu minni, allur byggð-
ur, en er nú allur í eyði út að Núpi, þá er ómögulegt annað en
heyra og skynja það sem kringum mann gerist. Golan þýtur í stör-
inni. Lóan syngur sinn ánægjulega söng. Stöku kind jarmar. Stóð-
hestarnir upphefja ástarsöngva o. fl o. fl. Allt í einu berst að eyrum
mér hátt og hvellt hljóð, sem vekur sérstaka athygli mína, sérstak-
lega af því svarað er. Þetta er tófa, og því fylgja lægri og óreglu-
legri tófuhljóð. Það er eins og ég sjái fyrir mér það, sem þarna er
að gerast. Þarna heldur sig fjölskylda. Annað hvort fullorðna dýrið