Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Side 86

Húnavaka - 01.05.1963, Side 86
84 HÚNAVAKA sem við gátum búizt við að þurfa að liggja þarna um nóttina. Ég býðst nú til að sækja farangurinn og vildi skilja eftir byssuna, en Einar aftók það með öllu, sagði hann að ég gæti rekizt á annað hvort dýrið og þá ætti ég að skjóta það. Klukkan rétt um 8 legg ég svo af stað og hyggst vera fljótur. Mér gengur vel undan brekkunni, því fjallið þarna er snarbratt, eitt hið brattasta, sem ég hef gengið. Þegar ég kem nokkuð niður í hlíðina, blasir við mér dalur, breiður og fallegur, og þá kem ég auga á eitt eyðibýlið, sem ég vissi að var þarna til, en hafði aldrei fyllilega áttað mig á hvar væri fyrr en nú. Þetta eyðibýli er Grundarkot. Þar gengu síðast um garða Hannes og Þóra, foreldrar Sveins frá Elivogum, sem lengi bjó á Refsstöðum, hér beint á móti, og var mér vel kunnugur. Nú lá þetta býli fyrir neðan mig með túngarði gömlum og grænum hól, það var allt og sumt, sem eftir sást af því. Dráttarvélin kúrði ósköp lítilfjörleg hin- um megin við ána og virtist ekkert vera nerna ómerkileg þúst. Áfram hélt ég niður, niður. Þegar ég var kominn að Grundarkoti, var mér alveg ljóst, að ég yrði aldrei fljótur uppeftir aftur. Það er ekki nema steinsnar ylir að dráttarvélinni og þangað er ég kominn innan tíðar. Ég tek saman það, sem ég átti að koma með, en það var hnakktaska með mat, tvær flöskur af benzíni, skjólföt á okkur báða og eitthvað af öðru dóti. Þegar ég var kominn af stað með þennan farangur fann ég að þetta var þó nokkur byrði og fór illa á baki mér. Sérstaklega var það byssan, sem var mér óþjál, enda fór ferðalagið að ganga seint, þegar upp fyrir Grundarhól kom. Alltaf sá ég nokkra tugi faðma fram fyrir mig af snarbrattri fjallshlíðinni. Ég sökkti mér niður í heimspekilegar hugleiðingar. Upp úr þessum þenkingum hrökk ég skyndilega og minntist þess, að ég átti að líta vel í kringum mig og skjóta tófuna, ef hún yrði á vegi mínum. Hægt mjakaðist áleiðis upp fjallið. Ég reyndi að sniðskera brattann og gekk þá heldur skár. Sól var gengin undir þarna, svo að hitinn var minni. Þegar mér fannst ég kominn langleiðina upp sezt ég niður og hvíli mig. Ég horfi yfir dalinn og verður hugsað til Sveins á Refsstöðum. Oft var ég búinn að koma þar og hafa rnikla skemmt- an af. Rifja ég hér upp eitt slíkt atvik. Ég hafði gist hjá Sveini og átti að fara með honum í göngur morguninn eftir, fram í Grjótár- öxl. Sveinn var gangandi, svo að ég gekk og teymdi hestinn. Þegar við komum suður fyrir túnið, þá byrjar Sveinn að þylja kvæði. Efni kvæðisins var bónorðsbréf frá honum Jónka til hennar Guddu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.