Húnavaka - 01.05.1963, Qupperneq 89
Búningur um 1840
Sumura finnst ef til vill fróðlegt að vita hvernig tízkan var fyrir
100 árum síðan í Húnaþingi.
„Karlmenn eru hér almennt klæddir í bláar vaðmálstreyjur, lang-
buxur og vesti af sama, og með sama lit, en hvörndagslega og í
ferðalög eru föt þessi af mörgum brúkuð af grákembdu vaðmáli;
sokka hafa þeir almennt ljósbláa eða blátvinnaða, og hatt á höfði,
þó eru nú í næstliðin 3—4 ár farin að tíðkast kasketter af klæði og
skinni, sem kaupmenn hafa hingað flutt og menn síðan farnir að
búa þau til sjálfir eftir hinum.
Lausa kraga hafa menn almennt á ferðalögum yfir sér, Jíó brúka
nú nokkrir þar svokölluðu kaveiur, hverjar alltaf eru að fjölga.
Kvenfólk er almennt til sparibrúkunar klætt í bláa frakka af
fínu vaðmáli eða klæði, og sumar hafa einhverslags kjólasnið á
þeim, á höfðinu brúka þær hatt með fjöðrum, líka þeim sem brúk-
ast í Danmörk, almennt eru þessir hattar svartir, saumaðir úr flaueli
utan urn pappa eða þykkan pappír samanlímdan, sumir líka dansk-
ir af flóka. Einstöku gamlar konur halda ennnú við þann íslenzka,
gamla kvenbúnað, hverjum ég ei þarf að lýsa.
Hvörndag og spari er kvenfólk almennt klætt í bláa prjónapeysu,
blátt vaðmálspils, og forklæði af innlenzkum eða útlendum dúk-
um, röndótt eða með skákborðum, á höfðinu brúka þær bláa prjóna-
liúfu, með grænum silkiskúfum, og þær fátæku, sem engin efni hafa
til að kaupa sér hatt, ganga líka með þær til kirkju sinnar."
Úr sýslu og sóknalýs.
séð við grenjavinnslu. En ég fellst fúslega á það, að annað hvort væri
yrðlingurinn dauður úr hlátri eða enginn til.
Og þar með töldum við afreki okkar lokið, fórum í snatri að taka
saman dót okkar og leggja af stað heim. Þegar við komum á skálar-
brúnina á sama stað og við stönzuðum fyrst, leit ég yfir skálina og
til stóra steinsins, sem nú fyrir nokkrum klukkustundum var þak
og skjól heillar fjölskyldu, en nú kominn í eyði, eins og svo mörg
önnur býli á Laxárdal.