Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Síða 6

Húnavaka - 01.05.1964, Síða 6
4 H Ú N AVAKA inn Kristnr og þess vegna vitnar hann svo oft til verka skaparans og teknr líkingar frá náttúrunni og lögmálum hennar. Sérstaklega minnist hann oft á sáningu og uppskeru og þau liigmál sem þar ráða. Menn uppskera eins og þeir sá. Þetta er algilt lögmál, ekki aðeins að því er snertir jarðargróðurinn, svo mikilsvirði sem það er, heldur gildir það einnig á andlega og siðferðislega sviðinu í líli og breytni mannanna. Gott tré getur ekki borið vonda ávexti og slæmt tré ekki heldur góða. Ef við lítum á þetta frá hinu hversdags- legasta sjónarmiði okkar, starfinu fyrir hinum venjulegu og dag- legu lífsþörl'um þá er þetta augljóst. Við þurfum að leggja kraft okkar lram til þess að jörðin beri ávöxt, því meiri aliið og kost- gæfni, sem við sýnum, því ríkulegri ávöxt ber hún að öllum jafn- aði. Við megum aldrei hugsa, að fyrirhafnarlaust komi ríkuleg upp- skera. Ef við gerum það, er ákaflega hætt við, að við verðum oft fyrir vonbrigðum. Mér finnst óneitanlega, að sú hugsun, að hafa sem minnst lyrir hlntunum, en bera samt mikið frá borði vera of mjög að útbreiðast meðal almennings. Menn vilja gjarnan að lífið og lífsgleðin séu eins og nokkurs konar happdrætti og þá sé um að gera að vinningarnir sén nokknð stórir. F.n þetta er mjög varasam- nr hugsunarháttur. Hann spillir manninnm, dregur úr þroska- möguleikum hans og teflir allri hans tímanlegu afkomu og velferð í tvísýnu. Eða lítum á þetta frá öðru sjónarmiði. Það eru margir, sem ganga hinn svokallaða menntaveg á þessum tímum. Þar kem- ur hið algilda lögmál sáningar og uppskeru mjög greinilega í ljós. Vetur eftir vetur situr fólkið á skólabekkjunum og undirbýr sig undir þau próf, sem fyrir hendi eru og tilheyra hverri námsbraut. Það er nú alveg víst, að því betur, sem það rækir þann undirbún- ing, því betri og ánægjulegri verða prófin miðað við þá hæfileika sem fyrir hendi eru, og því færara verður það að gegna köllun sinni í lífinu, hver sem hún er eða kann að verða, og það er hið mikil- vægasta próf hvers og eins. Slái menn hins vegar slöku við undir- búninginn annað hvort í trausti á einhvers konar heppni eða af áhugaleysi, er að minnsta kosti líklegt, að útkoman geti brugðizt mjög til beggja vona. Loks er svo sáningin og uppskeran sem mestu ræður. Við lifum hér á jörðu nokkur æviár, mismunandi mörg, en alltaf tiltölulega fá miðað við hinn óendanlega mælikvarða tímans. Það er trú okk- ar og má segja að mörgum sé það fullkomin vissa, að þessi stutti

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.