Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Síða 11

Húnavaka - 01.05.1964, Síða 11
JON KR. ISFELl): Merkisafmæli menntastoínunar Kvennaskálinn á Blönduósi verður <S’5 ára á þessu ári. Mér finnst því ekki úr vegi, að þessara tímamáta hinnar hún- vetnsku menntastofnunar sé að einhvcrju minnzt í ársrilinu HÚNAVÖKU, þar sem það er hið eiua oþinbera málgagn, sem gefið er út i Húnavatnssýslu. Að vísu er hið raunveru- lega afmœli ehhi fyrr en á homandi hausti, en þá verður þess sennilega minnzt á öðrum veltvangi. IJað var 2(i. október 1879, sem kvennaskólinn tók til starla. Hann er því ein elzta menntastofnun sinnar tegundar hér á landi, en elzt þeirra stofnana er Kvennaskólinn í Reykjavík, sem tók til starfa á árinu 1874 eða fimm árum áður. Hinn húnvetnski kvennaskóli var lyrst til húsa að Undirfelli. Varð að sníða honum þröngan stakk, sem einkum kom af því, að fjárhagurinn var tæpur, og svo var húsnæðið takmarkað, þar sem hér var um einkaheimili prests staðarins að ræða. Tilhögun var þannig, að vetrinum var skipt í 3 kennslutímabil. \’oru 5 náms- meyjar teknar í einu og var kennslutími þeirra 8 samfelldar vikur, en þá tóku aðrar 5 námsmeyjar við. Þennan fyrsta kennsluvetur var skólinn fullsetinn og var sennilegt, að færri námsmeyjar kæmust að en hafa viljað. Næstu tvo veturna var skólinn til húsa að Lækjamóti í Víðidal. Þar var húsrými öllu meira en á Undirfelli, þó að það væri einnig einkaheimili. Kennslufyrirkomulaginu var samt haldið hinu sama og fyrsta starfsveturinn. Starfaði skólinn af fullum krafti þessa tvo vetur, þó að annar þeirra, 1880—1881, væri hinn illræmdi „frosta- vetur“. Eftir þessa tvo starfsvetur á Lækjamóti, er skólinn húsnæðislaus. En úr því rættist þó þannig, að hann fær aðsetur að Hof’i í Vatnsdal. Kvennaskólinn á Ytri-Ey.

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.