Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Side 13

Húnavaka - 01.05.1964, Side 13
H LI N AVAKA 11 Enn hafði skólinn ekki fengið til eignar og umráða neinn fastan samastað. Var þá loks horfið að því ráði, að kaupa land undir skóla- hús að Hnausum. Síðan var keypt talsvert af ýmiskonar efni til skólabyggingar. Var þetta efni svo flutt frá Blönduósi sjóveg inn í Húnavatn, en þaðan var ætlunin að flytja það að vetrinum eftir ís að Hnausum. En öl 1 þessi áætlun varð að engu, því að nú var alger- lega horfið að öðru ráði. Ytri-Ey var til sölu. Þar var íbúðarhús, sem talið var, að tekið gæti 20 stúlkur, að kennslukonum meðtöld- um. Forsvarsmenn kvennaskólans keyptu því Ytri-Ey og þar tók skólinn til starfa haustið 1883. Þar með hafði skólinn fengið sama- stað, sem veitti honum allgóða starfsaðstöðu. Naut hann nú sívax- andi álits, bæði innan sýslu og utan. Það álit, sem skólinn vann sér, varð m. a. til þess, að húsnæði hans varð of þröngt fyrir starfsemina og fram komu einnig sterkar raddir um það, að skólasetrið væri óheppilega staðsett. Þetta hvort tveggja varð meðal annars til þess, að hafizt var handa um skóht- byggingu á Blönduósi. 1 þeirri nýju byggingu tók svo skólinn til starfa haustið 1901. Þarna efldist og blómgaðist skólinn enn nærri 10 ár. En þá gerð- ist það aðfaranótt 11. febrúar 1911, að skólahúsið brann til kaldra kola. Kennarar og námsmeyjar voru um þetta leyti um 40. Allar þessar stúlkur urðu þarna húsnæðislausar. Fyrir frábæran dugnað skólanefndarinnar og fleiri velunnara skólans, var hægt að halda skólanum starfandi út veturinn. Xámsmeyjum og starfsliði skólans var kttmið fyrir á ýmsum stöðum á Blönduósi. — Geta má þess, að 28 stúlkur fengu fæði hjá Kristjáni Halldórssyni veitingamanni, fyr- ir 65 aura á dag! Skólahaldið gekk síðan sinn vanagang. Næsta vetur var skólinn til húsa í svokölluðu Möllershúsi á Blönduósi, en námsmeyjafjöldann varð að takmarka vegna þess, hversu húsrými var takmarkað. Haustið 1912 tók skólinn til starfa í nýju húsnæði, sem byggt hafði verið fyrir starfsemi hans á rústum skólahússins, sem brann. Frá upphafi hafði farið fram mikil bókleg kennsla í skólanum. En veturinn 1923—1924 er skólanum breytt í hússtjórnarskóla. Það hafði í för með sér aukna verklega kennslu, sem krafðist aukins húsnæðis. í sambandi við það voru gerðar allmiklar breytingar á skólahúsinu. Síðan hafa margskonar breytingar verið gerðar til endurbóta á

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.