Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Page 22

Húnavaka - 01.05.1964, Page 22
20 HÚNAVAKA Komið þið inn sagði Oórður vandræðalega. Þau gengu inn og Móna varð eftir. Hún t(')k hestinn sinn og þeysti af stað, ekki heim, en upp með á. Lengra inn í Fossdal. llm kvöldið kom hún aftur. Hún lét hest- inn rölta hægt, stíginn niður með ánni. Augu hennar voru þrútin, hún hafði grátið. Aldrei hafði hún fyrr verið kysst og aldrei verið hædd svona, eins og konan hæddi liana í dag. Hún skildi það, þó óreynd væri, að þetta ntyndi vera vinkona Þórðar. En hvernig því væri háttað, gat hún ekki gert sér grein fyrir. Þórður hafði náð tökum á henni og hún var nú á valdi hans. Aðeins ef hann rétti út hendina, myndi hún hfýða, dáleidd af hin- um dökku augum og heitu ástríðu. Hesturinn hrökk við. Hún sá þústu við götuslóðann. Það var komið sólsetur, smáskuggar virtust iða í hvömmunum. Þórður sat þarna dapur og beygður. Móna hvar varstu? Ég var svo hræddur. F.g hefði átt að vernda þig í dag. Komdu til mín Móna. Hún fór hægt af baki. Þórður þaut til hennar og tók hana í fangið. Hann næstum bara bana upp í hvamminn. Ég rak hana burt, ég mái út allt mitt liðna líf Móna. Eftir verður aðeins þú. Faðmlög og kossar skiptust á. Orð voru óþörf. Döggin féll á jörðina, yfir allt nema lít- inn blett í hvamminum. Blómin fokuðu krónum sínum, til að ónáða ekki þau tvö, sem áttu ástina og þögla nóttina. Haustið var á næstu grösum. Heiðin var búin að breyta lit. Nú gat enginn haft gaman af að dvelja í afdal. Þórður bjó sig til ferð- ar. Móna átti að koma fyrir jólin til hans. Kveðjurnar voru hlýjar, þakkir og árnaðaróskir. Allt fólkið á Hrauni stóð úti. Gunna gamla brá svuntuhorninu upp að augunum. Það var ekki nema viðeigandi, því Þórður hafði gefið henni hana í sumar Jaegar hann kom. Húsbóndinn horfði með hlýju á eftir bílnum. Það verður dauft hérna þegar þessi ágætismaður er farinn, sagði hann. Móna sagði ekkert, en flýtti sér inn. Siggi, strákgepillinn, rigsaði um hlaðið og þandi sig. Ef ég væri eins ríkur og Þórður, þá skyfdi maður nú lifa og feika sér. Vetur með byljunt og kulda, en hvað um það. Móna situr í leið- arvagninum og kuldinn næðir í gegnum slitna kápuna. Hún er að komast á leiðarenda. Hún kreistir í hendi sér lítinn hlut, húslykil, sem Þórður fékk henni í haust. Fólkið þyrpist út, öllum er fagnað. Móna stendur ein. Hún átt- M

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.