Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Page 24

Húnavaka - 01.05.1964, Page 24
gefðu niér. Hún Bína gamla lánaði mér lykilinn. Elsku Þórður kysstu mig. Þórður má varla rnæla fyrir ofsareiði. Út dræsa. Þú stígur aldrei fæti hingað framar. Hann hrifsar lykilinn. Hendir fötunum í hana. Þú færð fimm mínútur og svo úl. Hann er orðinn sótsvartur al reiði. Konan snöktir, en hlýðir möglandi. Út, æpir hann enn og bendir á dyrnar. Hún skjögrar á háhæluðu skónum fram, út og burt úr Hfi hans. Hlíf, ólánsfugl. Kvöl hans og ógæfa. Hann reikar fram á ganginn, dettur um tösku. Kveikir Ijósið. Kápan hennar Mónu og taskan. Nú er mælirinn íullur. Hann hleypur um allt húsið. Hún er farin og kápulaus. Hann stendur við símann og hringir. Lögregla. Sjúkrahús, þar linnur hann loks Mónu. Engin von. Ekki leyfilegt að koma. Svo aðeins þögnin. Þórður situr í stofunni sinni alla nóttina og grætur, ekki eins og stórkaupmaður með fullar hendur fjár, nei, eins og fátæki drengur- inn, sem átti ekkert nema tvær hendur tómar og fékk að kenna á kulda og hörku heimsins. Kaldur morgunn, grár og daufur. Gamall maður gengur niður götuna inn í blómabúð. Lítil stúlka kemur að borðinu og spyr með illa dulinni fyrirlitningu: Hvers óskið þér? Rósir, fimmtíu rauðar rósir. Því miður engar rósir til. Hún glottir við. Það var slæmt, þær áttu að fara í kistu. Maðurinn skjögrar út. Sá er góður, segir stúlkan við stöllu sína, sem hefur staðið þarna hjá. Er þetta ekki hann Þórður stórkaupmaður? Það hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir hann. Mér finnst hann hafa verið svo agalegur draum- ur og margar stelpur hafa elt hann á röndum, svarar hin. Niður götuna gengur Þórður þungum skrefum. Engar rósir, ekki einu sinni rósir. . . . handa Mónu ástinni minni, tautar hann. Hann gengur áfram stefnulaust og tárin blinda augu hans.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.