Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Side 25

Húnavaka - 01.05.1964, Side 25
Ví snapáttur Sveinn Kristótersson í Höfðakaupstað hefur, um langt árabil, safnað margs konar þjóðlegum fróðleik. Sérstaklega hefur hann þó lagt stund á að safna kveðskap, einkum lausavísum. A hann nú mjög stórt og merkilegt safn. Sveinn er Húnvetningur að ætt. Áður en hann flutti til Höfðakaupstaðar bjó hann lengst á Blöndubakka, eða um 11 ára skeið. Hann er mjög snjall hestamaður, og hefur margur baldinn færleikur orðið að lúta aga hans. Kona Sveins er Teitný Guðmundsdóttir, og eiga þau tvo uppkomna syni, sem báð- ir eru skipstjórar. Hendingar þær sem hér fara á eftir, eru teknar úr vísnasyrpu Sveins. Vorvisur, ortar 1940, af Jóni Jónssyni á Eyvindarstöðum: Vetur genginn garði frá greiðist engi úr dróma. Hlustar mengi hrifið á hlýja strengi óma. Hækkar sól um himins hvel hlýju bólin fermir. Rinda, hóla, rós á mel og rætur fjólu vermir. Tíminn allar tætir frá tætlur mjallar dúka. Gullnir falla geislar á grýtta fjalla hnúka

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.