Húnavaka - 01.05.1964, Page 27
H VNAVAKA
Jón á Eyvindarstöðum var eitt sinn lagður inn á sjúkrahús og
þurfti að skera upp á honum augun. Þá varð honum að orði:
Hvar sem fór ég brást ei byr
bæði um vötn og lendur.
Um ævina komst ég aldrei fyrr
undir manna hendur.
Þegar jörðin Brún í Svartárdal fór í eyði, kvað Gunnar Árna-
son prestur á Æsustöðum í Langadal:
Lít ég heim að bænum Brún,
burt er fólk og hjörðin.
Hér er enn þá raunarún
rist í móðursvörðinn.
Stefán Sveinsson, nú fornbóksali í Reykjavík, kvað:
Astin brýnir ungra þrótt,
en eldri svínin finna,
að eftir vín og vökunótt,
verður grínið minna.
Ánægjan mér aldrei hvarf,
ást og gleði þjóna,
en eftir fimmtíu ára starf
á ég bara hann Skjóna.
Skarphéðinn Einarsson:
Fækkuðu ráð að bæta böl
brast mig andans hreysti,
en síðan, er ég komst á kjöl,
kviknaði vonarneisti.