Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Síða 28

Húnavaka - 01.05.1964, Síða 28
26 H Ú N A V A K A Víttu brigð, en vektu ei styggð víktu hryggð úr sálum. Hnýttu tryggð við dáð og dyggð deyddu lygð úr málum. Isinn þynna atlot þín, yl ég finn til muna. Ég er þinn, og þú ert mín þökk fyrir kynninguna. Vertu hraustur hugum stór, livettu raust mót boðaföllum. Bara austu, ef inn fer sjór, eigðu naust á Friðarvöllum. Aður, meðan vegir á íslandi voru óruddir troðningar, og vötn óbrúuð og torfær, varð íslenzki hesturinn mörgum vinur í raun. Þessi vinátta varð gróin í þjóðarvitundinni, helur haldizt um aldir, og helzt víða enn þá, enda þótt menn eigi nú ekki eins mikið undir skynjun hestsins og fráum fótum eins og fyrr. í Húnaþingi hefur jafnan verið margt lirossa. Það lætur því að líkum, að þeir Húnvetningar, sem orðhagir eru, hafa minnzt góð- liesta sinna í kveðskap. Séra Ciunnar Arnason á Æsustöðum kveður: Berki eflaust bregða má um bresti af ýmsu tagi. En við höfum orðið vinir á vondu ferðalagi. Vífill mestu hámar hey helzt þess prestur geldur. Hesta beztur er hann ei og ekki verstur heldur.

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.