Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Síða 31

Húnavaka - 01.05.1964, Síða 31
HÚNAVAKA 29 Heiði trega ég horfins dags, húms á vegu stefna sporin, sérhvers þegar sólarlags sé ég fegurð ljóma á vorin. Tímans iða, ólgukvik, út til viðar, stefnir breiða. Ekki er liðin augnablik unt á sviðið fram að leiða. Áður en lagt er af stað. Bognu sverði búin sál býst til ferðar, hinzta sinn. Ætli ég verði of deigt stál ögn að herða, drottinn minn. Óli frá Forsæludal: Stökur. Mörgum við þá reikningsraun reynist örðugt stritið. Hvort skal hafa hærri laun hjartað eða vitið. Létt við drauma ljúfan yl lifnar gleðikraftur. Stundum vont að vakna til veruleikans aftur. Ef til fulls það yrði reynt ættu mína hylli, þeir, sem alltaf geta greint góðs og ills á milli.

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.