Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 39
JÓN BJÖRNSSON frá Húnsstöðum:
HNEYKSLIÐ
„Ég var ekki staddnr í þorpinu þennan dag, lierra dómari. Það er
að segja, ég kom ekki t'yrr en um kvöldið, með llutningabíl að norð-
an. Ég veit þess vegna ekki annað um málið, en það, sem mér liefur
verið sagt síðan, af hinum og þessum. En ég ætla strax að fuílyrða,
að daginn áður en ég fór, hitti ég Jón Jónsson heitinn, og þá var
hann alveg eins og liann átti að sér að vera, glaður og ánægður. Ég
er því alveg fullviss um, að hann hefur hlotið eitthvert snöggt áfall,
sem hratt honum síðan út á þessa brant, er leiddi til sjálfsmorðsins."
„Jæja, ég var eins og ég sagði áðan, að koma að norðan þetta kvöld,
og var satt að segja dauðþreyttur, þegar bílstjórinn stansaði við vega-
mótin. Ef þér hafið einhvern tínra hossast í stórum flutningabíl eftir
holóttum vegi, langan brennheitan dag, þá þekkið þér þessa þreytu.
Auk þess er ég alls ekki vanur að ferðast herra dómari. Ég er heima-
kær og vildi helzt aldrei úr þorpinu mínu fara.
Hann var allra almennilegasti maður, bílstjórinn. Ég lrafði spjallað
mikið við liann á leiðinni. Hann var úr sveit, og sá eftir því að hafa
flutzt á mölina. Ég gaf honnm tóbak í pípuna sína, eftir að hann
hafði náð í töskuna mína ofan af bílþakinu. Ég kvaddi hann svo nreð
handabandi, og sagði Ironuin að líta inn lrjá nrér næst þegar lrann
færi um. Svo, herra dónrari, sneri ég nrér við og ætlaði að ganga
heinr. Það var þá, senr ég tók eftir því. Það lrafði eitthvað gerzt rneð-
an ég var í burtu. Það var svo þun;gt yfir þorpinu, alveg eins og
nranni, senr blygðast sín fyrir glæp.
Ég þekki þetta þorp. Ég hef átt lreima lrér í þrjá áratugi og eftir
svo langan tínra lrefur lrvert snrá atriði eignast sinn sess í vitundinni.
Satt að segja varð ég óttasleginn og flýtti nrér niður götuna, þar til
ég gekk fram á einn verkamannanna. Hann var að koma frá vinnu
sinni. Það þjónar engum tiligangi að segja þér hvað lrann heitir, en