Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Síða 50

Húnavaka - 01.05.1964, Síða 50
48 HÚNAVAKA IJað fyrsta sem gjört var, þegar í náttstað var komið, \ ar að spretta a! hestunum og koma þeim í haga, að sjálfsögðu þurlti svo að vakta þá alla nóttina, og gerðu gangnamenn það til skiptis. Klukkan sex að morgni voru svo allir vaktir, og þá búizt til ferðar. Farangur all- ur var skilinn eftir í kofanum, því að þangað var ætlunin að kom- ast aftur næsta kvöld. Nú verður ekki hjá Jr\ í komi/t að nelna niiln ýmsra Jreirra manna, sem þátt tóku í Jressum göngum. Heiðinni var skipt í tvö leitar- svæði, austur- og vestursvæði eða Neðri-áfanga. Gistu Jreir, sem aust- ur leituðu við svo nefndan Herjhól. Fyrir okkar flokki eða þeim, sem smöluðu Neðri-áfangann, var Guðmundur Jósafatsson frá brandsstciðum. Hann var þaulkunnug- ur á heiðinni og harðduglegur maður, svo að vel var fyrir þeim þætti séð, enda veitti ekki af eins og síðar kom í Ijós. Fleiri menn vildi ég nefna, vegna þess sem á eftir kemur. Þessir menn eru: Tryggvi Jónasson í Finnstungu, Guðmundur Sigfússon á Eiríksstöðum, Sigurjón Jóhannsson í Hólum, Sigurður Þorfinns- son á Skeggstöðum, Guðmundur Stefánsson í Brattahlíð og svo F.in- ar Bjömsson bróðir sögumanns. Þegar lagt var af stað þennan mánudagsmorgun var veður al 1- gott, en þó myndu veðurglöggir hafa spáð úrfelli. A meðan riðið var fram eftir, sem er löng leið, hélzt veðrið með líkum hætti, frek- ar dimmdi þó í lofti, en þó ekki meira en svo, að þegar skipt var göngum, sást gangnaröðin í Jrráðbeinni línu austur eftir allri heiði. Svo seig þessi breiðfylking af stað, með þeim ásetningi að færa helzt allan fénað lreiðarinnar til byggða, bæði Iiross og sauðfé, áður en vetur konungur settist að völdum, en liann er stundum fljótur til og gerir ekki boð á undan sér, og áttum við eftir að verða þess ájrreifanlega varir í Jressum göngum. Mér var úthlutað stað vestarlega í gangnaröðinni, þó voru nokkr- ir vestar en ég, nær Blöndu, eða á vinstri hönd. Næst mér, þeim megin, var Sigurjón Jóhannsson í Hólum, gamall maður þaulkunn- ugur heiðinni. Sagði gangnaforinginn mér, að ég skyldi liafa hlið- sjón af honum, ef eitthvað versnaði veður. Á heiðinui var ég alveg cikunnugur, en þar er víða flatneskja og \ illugjarnt mjög. Sums stað- ar eru þarna flár ófærar hestum, svo að surnir urðu að ganga og Jreina meðal var ég, sem þetta rita. Þeir sem ríðandi fóru önnuð- ust hesta okkar, sem ganga urðum. I fyrstu gekk allt vel að öðru

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.