Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Síða 51

Húnavaka - 01.05.1964, Síða 51
H Ú N A V A K A •!!) leyti en því, að á leiðinni yfir l'lárnar voru víða íhlaup seni erlitt var að sjá t'yrir, þar setn þarna var mikið grtts. en víða alveg rótlaust og t'en undir. Ég varð þess vegna fljótt rennblautur. F.kki var margt lé svo Iramarlega á heiðinni, og þ;er l'áu kindur, sem sáust hrukku undan í átt til byggða. Ekki var langt liðið á dag, þegar dimnta l'ór í lofti, en ekki samt meir en svo, að það sést til næstu manna beggja megin, og á meðan svo er, þykist ég öruggur um að fara ekki villur \egar. Allt í einu sé ég, að Sigurjón tekur strikið þvert tir leið vestur á \ ið og veit ég ekki hverju þetta muni sæta, tel þó líklegast, að hann sé að elta ein- hverjar kindur, sem ekki vilja láta að stjórn. Ég læt því sem ekk- ert sé og lield áfram, en nú er orðið svo dimmt, og komin slyddu- hríð, að ég sé ekki nema örskammt frá mér. Sé ég nú aðeins mann- inn, sem næstur mér er á hægri hönd, en liann stefnir í átt til mín og þegar við hittumst, reynist þetta vera Ciuðmundur Stefánsson frá Brattahlíð í Svartárdal, drengur um fermingu. Hann segir mér, að hann hali tapað áttunum og sé því orðinn villtur og viti ekki hvert halda skal. Ég var nú ekki viss heldur, en taldi mig þó á réttri leið. Tel ég hann á að fara aftur á sína göngur, en hann vill hvergi fara, urðum við því samferða sem betur 1 ór. Við höldum nú í þá átt, sem ég taldi hina einu réttu, en engan mann sáum við og engar skepnur. Okkur fór nú að þykja þetta grunsam- legt, en höldum þó áfram, fórum við yfir margar smáár og læki, en það gat allt verið eðlilegt, því að nóg er um læki á heiðinni. Snjé)- koma eykst jafnt og þétt og er innan skamms konrin mokhríð, en Irostlaust er með öllu. Snjórinn leggst því blautur á jörðina og sést slóð okkar því mjög vel. Svona göngum við lengi, þé>tt okkur sé far- ið að gruna, að eins geti verið að við förum í öfuga átt. Ekki sjáum við nein kennileiti, en loks heyrtun við árnið. Þetta er sté>r á og get- ur ekki önnur verið en Blanda gamla. F.n þegar nær er komið, sjá- um við að hér eru ármót og renna tvær ár saman, og er erfitt að sjá hvor þeirra muni stærri. Hvert erum við komnir? Hvaða staður er þetta? Hér hefur hvorugur okkar komið áður. Allt í einu segir Guð- mundur: „Sérðu hvert áin rennur.“ Já, ég var nú alls ekki viss um það og tek því af mér vettlingana og rek hendina niður í straum- inn, til þess að fullvissa mig um hvert hún renni. Að maður gæti orðið svona villtur, hefði ég hel/t ekki tréiað að óreyndu, frekar en sumu öðru. 4

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.