Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Side 52

Húnavaka - 01.05.1964, Side 52
50 H Ú N A V A K A Að þessu athuguðu kom það í ljós, að við höfðum snúið til baka og haldið fram eftir aftur og vorum nú komnir að Seiðisá, þar sem hún fellur í Rlöndu. betta var mikill sigur að mér fannst. \'ið viss- um þó hvar við vorum og gátum hagað okkur eftir því. Við gátum gengið út með Blöndu og svo upp með Ströngukvísl, og þar fund- ið gangnamannakofann. Ég hel i orð á þessu við Guðmund, en hann segist þá ekki geta gengið lengra, hann sé alveg orðinn uppgefinn. Ég sá, að þetta mundi rétt, og var þá ekki annað ráð, en reyna að grafa sig í fönn, og vita hvort ekki skánar veður. F.n landið var slétt þarna og jafn snjór yfir öllu, svo hvergi var skafl, sem tiltækilegt væri að grafa sig í. Við tókum þá það ráð að velta snjókúlum t'ir blautum snjó og hlaða þeirn saman og búa þannig til hús, sem við gætum haft skjól í. En nú var farið að hvessa á norðan og frost að aukast. F.kki vorum við langt komnir, þegar við sjáttm til manna- ferða, voru þeir þrír saman og stefndu beint til okkar. Höfðu þeir rakið slóð okkar, en lnin sást í blautum snjónum. Þetta voru þeii Guðmundur Jósafatsson, Guðmundur Sigfússon og Tryggvi jónas- son, höfðu þeir strax lagt af stað að leita okkar, þegar séð var að okkur vantaði. Hér varð auðvitað mikill fagnaðarfundur. Þeint fannst þeir hafa okkur úr helju heimt, en okkur fannst við vera hólpnir undir leiðsögn þessara þaulkunnugu manna, sem liöfðu fundið okkur svo fljótt og giftusamlega. Þeir konni með hesta okk- ar, svo að nú gátum við setzt á bak og hvílt ok'kur eftir gönguna. Guðmundur Jósafatsson tók nú að sér forustuna, og tók stefnu sem beinasta leið að næturstaðnum við Ströngukvísl. Svóna liéldum við áfram lengi vel. Allt í einu sjáum við slóð eftir nokkra hesta og dett- ur okkur fyrst í hug, að hér sé um slóð eftir aðra gangnamenn að ræða, en við nánari athugun komumst við að því, að þetta eru slóð- irnar eftir okkur sjálfa. Við vorum þá búnir að fara stóran hring og vorum aftur komnir þangað sem við áður vorum, einhvers stað- ar út í auðninni. \ú var sett ráðstelna og kom okkur öllum saman um, að bezt væri að leita árinnar og fara með henni alla leið að kofanum, og var þetta gjört. Guðmundur Jósafatsson tók nú enn forustuna og þó undarlegt væri, fannst áin von bráðar, vissum við þá að okkur mundi takast að komast á leiðarenda, en við gátum orðið lengi, því að nú urðum við að ganga, því að svo mikið frost og stormur var, að við myndum krókna úr kulda, sætum við á hest- baki. Þó var Guðmundur í Brattahlíð svo aðþnengdur, að hann

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.