Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Side 59

Húnavaka - 01.05.1964, Side 59
H Ú N A V A K A llutnings. Öll númer innan við H-100 eru upptekin og barizt um þau, sem losna. Slys og árekslrar. Árið 1963 var tiltölulega lítið slysaár í Húnavatnssýslu. Bil- reiðaárekstrar á vegum úti með iæsta móti og má það þakka betri vegamerkingum oig breikkun á hættulegum stöðum. Hins vegar urðu fleiri árekstrar á Blönduósi og má kenna þar um ógætilegum akstri. Frá Héraðshœlinn. Héraðsspítalinn eða Héraðs- hælið eins og það er venjulega kallað, hefir nú starfað í 7 ár. í fyrstu var aðsókn að ellideildinni dræni, en nú er svo komið, að færri komast að en vilja. Rekstur sjúkrahússins lvefir gengið eltir atvikum vel, og má telja fjárhags- afkomuna viðunandi eftir því sem gerist með sjúkrahús. Mest- um erfiðleikum hefir valdið skortur á h júkrunarkonum. Hins vegar hefir sjúkrahúsið ver- ið heppið með fast starfsfólk, yfir- hjúkrunarkonu og ráðskonu, sem báðar hafa starfað í mörg ár, með þeirri prýði, sem héraðsbú- um er kunn. Og' ekki má gleyma Magneu. Hún hefir starfað við spítalann ,,eins lengi og el/.iu menn muna". \ú er þrekið á jarotum, en áhuginn er enn sá sami. begar Héraðshælið var byggt, lögðu velflestir héraðsbúar Iram einhverja upplneð til byggingar- innar. ()g enn eru þeir að gefa þessu óskabarni sínu. Kvenfélaga- sambandið gaf um 45 þús., sem varið verður til kaups á full- komnu fæðingarrúmi og er það í pöntun. Þá gaf I.ionsklúbbur Blönduóss smásjá. Þá er nú í gangi söfnun til kaupa á tannlækningatækjum, sem yrðu tannlæknum tiltæk, þegar þeir koma. \ræntanlega verður þetta fyrsti vísirinn að lastri búsetu tannlæknis í hérað- inu. Reynt Itelir verið að búa sjúkrahúsið að tækjum eftir |i\ í sem fjárhagur liefir hverju sinni leylt. Nú er t. d. nýbúið að setja upp all fullkomin Röntgentæki, sem munu kösta uppkomin um 430 þús. krónur. Meðþeim verð- ur hægt að taka allar algengar myndir og senda sérfræðingum til rannsóknar. Það gæti sparað nokkrar ferðir suður til Reykja- víkur. Það er því ekki fjarri lagi að segja, að Röntgentækin „spari sig upp á nokkrum árum“, þegar miðað er við héraðið í heild. Ástandið í sjúkrahúsmálum héraðsins má því telja sæmilegt,

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.