Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Page 60

Húnavaka - 01.05.1964, Page 60
58 HÚNAVAKA enda vorum við svo heppnir að fá góðan lækni, sem vill veg og gengi sjúkrahússins og er vak- andi fyrir öllum breytingum, sem til framfara má telja. Nú er svo komið, um 10 árum eftir að bygging Héraðshælisins var hafin, að undirbúningur er liafinn að aukningu húsnæðis, livort jjað verður viðbygging eða nýtt hús, kenrur framtíðin til með að skera úr um. Frá útibúi Búnaðarbankans á Blönduósi. Innstæður námu 26 millj. 73 þús. krónum í árslok 1963, en voru 18 millj. 553 þús. í ársbyrj- un, hafa þær því aukizt um 7/2 millj. á íyrsta starfsári bankans. Heildarvelta var um 700 millj. kr. á árinu. Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæði bankans, en ráðgert er að byggja tveggja liæða hús yfir starfsemi hans. Ráðgert er að sýslan taki þátt í byggingunni og sýslubókasafn- ið fái framtíðarhúsnæði á ann- arri hæð byggingarinnar. Ur atvinnuUfinu. Vélsmiðjan „Vísir“, sem mun vera annað elzta iðnfyrirtæki á Blönduósi, hefur stækkað húsa- kynni sín um meira en helming með haganlegri og lullkominni viðbyggingu. Hluti af viðbyggingunni var tekinn í notkun sl. ár og hefur síðan verið byggt þar yfir 4 vöru- bifreiðir til langkeyrslu. eina Irá Blönduósi tvær l'rá Siglufirði og eina frá Reykjavík. A næstunni verður hin álma viðbyggingarinnar tekin í notk- un. í henni er verið að setja upp smurstöð með nýjum og full- komnum tækjum. Fyrirtækið hefur starfað yfir 20 ár og annast viðgerðir á land- búnaðarvélum og bifreiðum ásamt nýsmíði. Framkvæmdastjóri þess er Þorvaldur Þorláksson. Byggingaframkva-mdir á Blöndu- ósi. Árið 1963 var hafin bygging á 5 íbúðarhúsum og auk þess nýju verzlunarhúsi fyrir Kaupfélag Húnvetninga, sem verður stærsta liús á Blönduósi að grunnfleti. Á 5 ára tímabilinu 1958—1962 voru byggð um 20 íbúðarhús á Blönduósi flest einbýlishtts norð- an Blöndu. Aðrar byggingar voru 12. Má þar nefna stórbyggingar eins og Vélsmiðju Húnvetninga, Hótel Blönduós og Félagsheimilið.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.