Morgunblaðið - 20.05.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
:
GRUNNSKÓLA-
KENNARANÁM
Býrð þú yfir listrænum hæfileikum?
Langar þig að skapa þér starfsvettvang
þar sem þú getur nýtt þessa hæfileika til fulls?
www.hi.is
Grunnskólakennaranám er lifandi og skemmtilegt nám þar
sem nemendur geta byggt á áhuga sínum og hæfileikum.
Hægt er að leggja stund á list- og verkgreinar og öðlast
jafnframt réttindi til að kenna í grunnskóla.
Eftirfarandi list- og verkgreinakjörsvið standa nemendum til boða:
» Hönnun og smíði » Textílmennt
» Myndmennt » Tónlist, leiklist, dans
Að auki geta nemendur valið eftirfarandi kjörsvið:
» Erlend mál (enska, danska) » Náttúrufræði
» Kennsla ungra barna í grunnskóla » Samfélagsgreinar
» Matur, menning, heilsa » Stærðfræði
» Íslenska » Upplýsingatækni og miðlun
Umsóknarfrestur er til 5. júní 2015 – www.hi.is
Nú liggur fyrir niðurstaða úr at-kvæðagreiðslu VR um verk-
fall. Niðurstaðan er að 14% félags-
manna greiddu því atkvæði að fara
í verkfall. Þetta hefur þau áhrif að
verkfallsboðunin er samþykkt, sem
hlýtur að vera mikið umhugsunar-
efni.
Ástæða þess að14% félags
geta ráðið því að
heilt félag er á
leið í verkfall er
sú að einungis
fjórðungur fé-
lagsmanna tók þátt í atkvæða-
greiðslunni. Af þeim sem þátt tóku
var rúmur helmingur, 58%, sam-
þykkur verkfalli.
Þessi niðurstaða hjá VR er einsog til að setja punktinn yfir i-ið
í þeirri óheppilegu kjaradeilu sem
nú stendur yfir og fer harðnandi
með vaxandi líkum á slæmri niður-
stöðu fyrir alla deilendur og þar
með þjóðfélagið í heild.
Þegar út úr þessari vinnudeilu erkomið er brýn þörf á að endur-
skoða leikreglurnar. Síðustu vikum
hefur komið í ljós að margvísleg
vinnubrögð eru ekki eðlileg.
Og þegar við bætist að einungisfjórðungur launamanna sér
ástæðu til að taka þátt í atkvæða-
greiðslu um verkfall, þrátt fyrir að
því sé gjarnan haldið fram að verk-
fallsrétturinn sé heilagur, þá hljóta
allir að sjá að sá samskiptamáti á
vinnumarkaðnum sem þjóðin verð-
ur nú vitni að er genginn sér til
húðar.
Fulltrúar launþega og vinnuveit-enda ættu að kosta kapps um
það næstu daga að sýna lands-
mönnum að þeim sé þrátt fyrir allt
treystandi til að ljúka því mikil-
væga verki sem þeir lögðu út í.
14% ákveða
verkfall
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 19.5., kl. 18.00
Reykjavík 6 súld
Bolungarvík 7 alskýjað
Akureyri 10 léttskýjað
Nuuk -2 léttskýjað
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 8 skúrir
Kaupmannahöfn 12 léttskýjað
Stokkhólmur 7 skýjað
Helsinki 13 heiðskírt
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 10 skúrir
Dublin 12 léttskýjað
Glasgow 11 léttskýjað
London 12 léttskýjað
París 12 heiðskírt
Amsterdam 13 léttskýjað
Hamborg 8 skúrir
Berlín 17 heiðskírt
Vín 18 skýjað
Moskva 10 skýjað
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 17 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 20 heiðskírt
Róm 22 léttskýjað
Aþena 22 heiðskírt
Winnipeg 8 léttskýjað
Montreal 23 skýjað
New York 18 skúrir
Chicago 11 alskýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:57 22:52
ÍSAFJÖRÐUR 3:33 23:26
SIGLUFJÖRÐUR 3:15 23:11
DJÚPIVOGUR 3:20 22:29
Samþykkt var í borgarstjórn í gær
að beina þeim tilmælum til ríkis-
valdsins að rýmka reglur um holl-
ustuhætti og matvæli svo það sé
hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett
hvernig það kýs að haga reglum um
á hvaða stöðum sé leyfilegt að hafa
dýr, svo sem á kaffihúsum, veit-
ingastöðum, líkamsræktarstöðvum
og samkomuhúsum.
Tillagan var lögð fram af Hildi
Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, og hlaut góðan
hljómgrunn á meðal borgarfulltrúa
annarra flokka. Fulltrúar Fram-
sóknar og flugvallarvina sátu þó hjá.
„Tillagan snýst um frelsi og að
sveitarfélögin hafi sjálfsákvörðunar-
rétt um að ákveða fyrir sitt leyti
hvernig þau vilja haga þessum
reglum,“ segir Hildur og bætir við
að vonandi í framhaldinu komist
sveitarfélögin að þeirri niðurstöðu
að eigendur staðanna hafi frelsi til
að ákveða hvort þeir vilji leyfa dýr á
sínum stöðum eða ekki og svo frelsi
viðskiptavinarins til að ákveða hvort
hann fer með viðskipti sín þangað
eður ei. Hildur segir að stuðningur
borgarfulltrúa meirihlutans hafi
komið sér skemmtilega á óvart.
„Meginþema umræðunnar var um
frelsi og sjálfsákvörðunarrétt þann-
ig að við tökum tillit til hvert annars
í samfélagi manna og dýra.“ »38
Morgunblaðið/Golli
Frelsi Hundar eygja nú von um að
fá að fylgja eiganda sínum inn.
Vilja leyfa
dýr á kaffi-
húsum
Borgarstjórn sam-
þykkti tillögu Hildar