Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 82
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Aldrei hefur
verið
auðveldara
að heyra
Enn er bætt um betur með nýju
ReSound heyrnartækjunum
sem gefa eðlilega og
áreynslulausa heyrn.
Taktu þátt í framþróuninni og
prófaðu þessa hágæða tækni.
GOLDEN
LOBE
AWARDS
2014
ASSOCIATION OF
INDEPENDENT
HEARING HEALTHCARE
PROFESSIONALS
Most Innovative
Concept 2014
presented to:
Resound - LiNX
made for iPhone
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Magnús Sigurðarson opnar sína
fyrstu einkasýningu hérlendis frá
árinu 2004 í Hafnarhúsi á morgun
klukkan 17 en Magnús hefur verið
búsettur í Miami í Bandaríkjunum í
yfir áratug. Sýningin heitir Athöfn
og yfirskin og verða á sýningunni
fjórar myndbandsvarpanir og sex yf-
irstórar músateikningar; tölvuteikn-
ingar af íslenskum fjöllum.
Flygildi í Hallgrímskirkju
Myndbands- og hljóðinnsetn-
inguna vann Magnús nýlega við Hall-
grímskirkju. „Ég var í jólamessu
hinn 25. desember og eftir messuna
var orgelspil meðan gengið var út úr
kirkjunni. Snart það mig djúpt. Ég
stoppaði og fékk þessa sýn, af mér að
hringsnúast á palli með orgelleikara
og drón,“ segir Magnús en orgelleik-
arinn, hann og flygildið eru allir kar-
akterar í verkinu.
Á sýningunni beinir hann sjónum
sínum að nokkrum fastapunktum til-
verunnar sem er að finna bæði í nátt-
úru og menningu og hafa ýmis sköp-
unar- og listaverk öðlast gildi í leit
mannsins að hinu háleita. Sameina
verkin, að því er virðist, andstæða
eiginleika og eru þau annars vegar
ægifögur og yfirgnæfandi og hins
vegar látlaus og einföld.
Undir myndbandinu við Hall-
grímskirkju hljómar lag Þorkels Sig-
urbjörnssonar við texta Kolbeins
Tumasonar, Heyr himna smiður.
„Við komum á staðinn og gerðum
þetta. Flygildið er í mynd og hljóð-
mynd þannig að það er hluti af verk-
inu sem slíku. Flygildið er orðið
ímynd einhvers sem horfir á okkur,
hálfgerður guð,“ segir hann og bætir
við að fólk viti ekki lengur hvað fylg-
ist með því. „Öll okkar leyndarmál
eru að leysast upp,“ segir Magnús.
Hann segir einn af þeim hlutum
sem hann saknar í Miami vera ís-
lensku fjöllin, því þar séu hæstu hæð-
ir ruslahaugar.
Fjöllin dómkirkjur Íslands
„Sjóndeildarhringurinn er alltaf
himinninn, þannig að hugurinn leitar
til þessara fjalla. Síðan leggur maður
merkingu í fjöllin. Þetta eru dóm-
kirkjur Íslands og búa þau yfir ótrú-
legri orku. Hvert krummaskuð á Ís-
landi á sér fjall, flott fjall, og maður
vegur og metur landslagið út frá
þessum fjöllum. Teikningarnar eru
frekar sneiðmyndir af fjöllunum og
kemur verkið inn á greiningu þess
augljósa, þess sem við höfum fyrir
framan okkur alla daga, alla tíð. Það
verður að staldra við og skoða,“ segir
hann en á sýningunni koma saman
þrír hlutir sem tengja má við þessa
speki; kirkjan, fjöllin og listasafnið.
Upplausn leyndarmála
Litríkt Listaverk Magnúsar Sigurðarsonar, Rotating Renaissance Man, í Vizcaya Museum & Gardens í Miami.
Fyrsta einkasýning Magnúsar Sigurðarsonar hérlendis frá
2004, Athöfn og yfirskin, verður opnuð í Hafnarhúsi á morgun
Bókin Vatnsdalsá, sagan ogveiðimennirnir er meðbestu veiðibókum semundirritaður hefur lesið.
Höfundum tekst að gefa ákaflega
góða mynd af einstöku vatnasvæði
og að nálgast viðfangsefnið af virð-
ingu og næmni. Það er augljóst að
höfundunum þykir vænt um Vatns-
dalsá og kunna vel að segja sögur
sem ég held að flestum veiðimönn-
um þyki upplifun að því að lesa. Bók-
in er bæði fróðleg og skemmtileg.
Textinn er vandaður, myndirnar ein-
stakar og teikningarnar af flugunum
svo vel gerðar að tíma tekur að átta
sig á því að þetta eru ekki ljós-
myndir.
Frásagnir veiðimanna af ævintýr-
um á bökkum Vatnsdalsár eru lif-
andi og auðvelt að lifa sig inn í marg-
ar af þeim. Maður kemst ekki hjá því
að ganga í huganum um bakkana
með sögumönnum og láta sig
dreyma um að kasta flugu á veiði-
stöðum sem er vandlega lýst í bók-
inni. Sá sem þetta skrifar hefur ekki
lifað sig jafnmikið inn í veiðilýsingar
síðan hann las bók Jakobs Hafstein
um Laxá í Aðaldal.
Eftir lestur þessarar bókar langar
mann fátt meir en að endurnýja
kynnin við Vatnsdalsá.
Bókin Vatnsdalsá, sagan og veiði-
mennirnir er í mínum huga bók sem
allir veiðimenn ættu að eignast.
Veiðibækurnar verða ekki betri en
þessi.
Morgunblaðið/Golli
Höfundarnir Sigurður Árni, Einar Falur og Þorsteinn J. með bók sína um
Vatnsdalsá. „Höfundum tekst að gefa ákaflega góða mynd af einstöku
vatnasvæði og að nálgast viðfangsefnið af virðingu og næmni,“ segir rýnir.
Veiðibækurnar
verða ekki betri
Stangveiði
Vatnsdalsá – Sagan og
veiðimennirnir bbbbb
Eftir Einar Fal Ingólfsson, Sigurð Árna
Sigurðsson og Þorstein J.
Vatnslitamyndir: Sigurður Árni. Ljós-
myndir: Einar Falur. Hönnun og kort:
Finnur Malmquist.
G&P, 2014. 230 bls.
MAGNÚS E.
KRISTJÁNSSON
BÆKUR
Hvorki vantar spennu néhraða í bókina Zack, þarsem samnefndur rann-sóknarlögreglumaður í
Stokkhólmi í Svíþjóð er í aðal-
hlutverki. Þetta er enn ein sagan um
undirheima Svíþjóðar, mansal,
vændi og eiturlyf.
Höfundum tekst
vel að sýna
skuggahliðarnar
og þær eru víða,
jafnt á röngunni
sem á réttunni.
Áhersla er lögð
á tvöfalt líferni
aðalsöguhetj-
unnar, lögreglumanns á uppleið en
um leið á niðurleið. Um leið og hrí-
fast má af framgangi hans á starfs-
vettvangi er ekki hægt annað en fyr-
irlíta hann þess á milli. Deniz,
samstarfskona hans, sem einnig hef-
ur lifað tímana tvenna í æsku, er
samt af allt öðrum meiði, sam-
viskusöm, ákveðin og veit hvað hún
vill.
Mikið blóð rennur í bókinni, illska
og viðbjóður. Höfundar gera vel í að
lýsa umhverfinu, þar sem græðgin
og valdið ráða för, og eins bregða
þeir upp glöggri mynd af þeirri
hættu sem lögreglumenn og blaða-
menn leggja sig í til þess að varpa
ljósi á vandamálið og uppræta það.
Zack er frábær spennusaga og að
mörgu leyti trúverðug með góðum
persónulýsingum og staðháttum.
Auðvitað er allt leyfilegt í skáldsög-
um en tvennt er þó sem dregur úr
áhrifamætti þessarar sögu. Þar ber
fyrst að nefna eiturlyfjafíkn aðal-
söguhetjunnar. Lögreglumenn eru
ekki í eiturlyfjum á milli vakta og
jafnvel á vöktum, eins og Zack. Í
öðru lagi passar senan með úlfana
ekki almennilega inn í rammann. En
frásögnin rennur vel, þýðingin er
góð og lesturinn skilur jafnvel eftir
sig vangaveltur um velferðarríkið
Svíþjóð.
Lögreglan á
fullu á ystu nöf
Spennusaga
Zack bbbmn
Eftir Mons Kollentoft og Markus Lut-
teman. Sigurður Þór Salvarsson þýddi.
Kilja. 432 bls. Sögur útgáfa 2015.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Höfundarnir Tvíeykið Mons Kallen-
toft og Markus Lutteman.
Listahátíð í Reykjavík