Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eiginfjárstyrking íslenskra heimila á undanförnum misserum vegna hækkandi raunverðs fasteigna gæti gengið til baka vegna verðbólgu- skots á næstu misserum. Koma þar til hugsanleg verðbólguáhrif kjara- samninga og mögulegt verðbólgu- skot við afnám gjaldeyrishafta. Magnús Árni Skúlason, sérfræð- ingur hjá Reykjavik Economics, gerði grein fyrir þessum áhættu- þáttum í fyrirlestri hjá Íslands- banka, er hann kynnti rannsókn á íbúðamarkaði sem hann vann fyrir bankann. Magnús Árni rifjaði þar upp að vegna gengisfalls og verðbólguskots í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hafi skuldir heimila hækkað verulega og orðið hæstar 126% af vergri landsframleiðslu (VLF) í byrjun árs 2009. Samkvæmt ný- legri úttekt fjár- málaráðuneytis- ins nemi skuldir heimila nú 90,5% af VLF og höfðu lækkað um 10% á árinu 2014. Gæti dregið úr greiðsluvilja „Í síðustu skýrslu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) um Ísland sem var gefin út í mars sl. er ágætis umfjöllun um þá óvissu sem er í kringum losun gjaldeyrishafta. Mis- stígi stjórnvöld sig við losun hafta geta afleiðingarnar orðið mjög al- varlegar … Samkvæmt úttekt AGS voru verðtryggð lán um 81% af VLF í árslok 2013 en verðbólguskot í kjölfar gengisfalls gæti haft veru- leg áhrif á fjármál heimila og ef laun hækkuðu ekki til samræmis gæti greiðsluvilja verið stofnað í hættu sem hefði þá áhrif á efna- hagsreikning fjármálakerfisins,“ skrifar Magnús Árni. Spurður hvort allar líkur séu á því að skeið lágra vaxta og sögu- lega lágrar verðbólgu sé senn að baki segir Magnús Árni meiri líkur en minni á að verðbólga og vextir muni hækka á næstu misserum. Hann bendir á að margir fyrstu kaupendur taki nú 40 ára verð- tryggð jafngreiðslulán til að stand- ast greiðslumat. Verðbólguskot geti þurrkað upp eignamyndun þessa hóps á markaði sem sé nú erfiður fyrir hann vegna lítils framboðs. Mesti fjöldi samninga frá 2007 Fram kemur í skýrslunni að fjöldi þinglýstra kaupsamninga í mars var 713 og að þeir hafi ekki verið fleiri síðan í nóvember 2007. Vegna verkfalls hjá BHM hefur samningum ekki verið þinglýst frá 1. apríl. Til samanburðar hafi verið byrj- að á 570 íbúðum í fyrra sem sé langt undir langtímameðaltali. Þannig hafi að jafnaði verið byrjað á 1.182 íbúðum ár hvert tímabilið 1983-2014. Lítið framboð einkenni markaðinn sem ætti að þrýsta á hækkun. Gæti skert eigið fé heimila  Sérfræðingur segir verðbólguhorfur ógna eiginfjármyndun heimila í húsnæði  Styrking síðustu ára geti horfið  Nýbyggingar langt undir langtímameðaltali Magnús Árni Skúlason Í sumar mega íbúar Reykjavíkur búast við að grasið verði oftar sleg- ið en síðasta sumar. Reykjavík- urborg hefur fest kaup á fleiri garðsláttutækjum og stefnt er að því að grasið verði slegið einni um- ferð oftar en í votviðrinu í fyrra- sumar. „Munurinn frá því í fyrra er að við fjölgum um eina umferð við þjóðvegi í þéttbýli í fjórar umferðir í staðinn fyrir þrjár. Annars staðar, eins og t.d. í íbúðahverfunum, reiknum við með að ná helst þrem- ur umferðum í stað tveggja eins og var í fyrra. Helstu útivistarsvæði, t.d. Hljóm- skálagarðurinn, Laugardalurinn, o.fl., verða slegin vikulega eins og verið hefur,“ segir Björn Ingvars- son, deildarstjóri þjónustu- miðstöðvar borgarlands Reykjavík- urborgar, um áætlun um grasslátt sumarið 2015. Þó svo að tækjakosturinn hafi verið aukinn mun mannaflinn verða sá sami sem sinnir grasslætti. Góð spretta komin 26. maí Björn tekur þó fram að sláttur- inn fari alltaf eftir sprettunni. „Þetta byrjar nú ekki vel í þess- ari viku, bara rigning í kortunum, en það er aðeins komið grænt. Ég geri alltaf ráð fyrir að gras sé farið að spretta fyrir alvöru í Reykjavík 26. maí en þá reiknum við með því að hefja slátt,“ segir Björn. thorunn@mbl.is Grasið oftar slegið í borg- inni í sumar en í fyrra Morgunblaðið/Árni Sæberg Sumarið 2014 Minni órækt verður í borginni í sumar en síðasta sumar.  Keyptu fleiri sláttuvélar Alþingismenn minntust Hall- dórs Ásgríms- sonar, fyrrver- andi forsætis- ráðherra, í gær. Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, sagði þá meðal annars að við hið óvænta og ótímabæra fráfall Halldórs ætti þjóðin á bak að sjá ein- um helsta stjórnmálaforingja sínum um áratugaskeið. Við upphaf þingfundar fór Einar yfir lífshlaup Halldórs. Þingmenn risu að því loknu úr sætum sínum og vottuðu minningu hans virðingu. Halldór var fyrst kjörinn á Al- þingi árið 1974. Fram kom í máli Einars, að Halldór hefði setið á 37 löggjafarþingum og verið ráðherra í rösk 19 ár. Hann hefði aflað sér þeg- ar á fyrstu þingmannsárum sínum mikils trausts, ekki aðeins meðal flokksmanna sinna, heldur langt út fyrir raðir þeirra. Hefði Halldór ver- ið með yngstu mönnum kjörinn til þingsetu og yngstur þingmanna Framsóknarflokksins í mörg kjör- tímabil, eins og hann sagði oft sjálf- ur í gamni. En þegar hafi orðið ljóst að þar fór framtíðarforingjaefni flokksins. Stefnufastur stjórnmálamaður „Hann hafði yfirgripsmikla þekk- ingu á efnahags- og atvinnumálum og þótti stefnufastur stjórn- málamaður og var stundum líkt við klett í hafi,“ sagði Einar. „Í dagfari sínu var hann hægur og yfirvegaður og fór vel með sitt mikla skap og kappsemi. Hann var hlýr í viðmóti, drenglundaður og vinur vina sinna. Þótt alvörugefinn væri var jafnan stutt í glensið og hann hafði gaman af því að gleðjast með mönnum þeg- ar honum þótti það við eiga. Það ein- kenndi störf Halldórs mest á farsæl- um ferli hans í stjórnmálum að hann var afkastamaður og ósérhlífinn, en var jafnframt óvenjulega glögg- skyggn og sanngjarn. Sem foringi var hann óvílinn og tók af skarið þótt mál væru umdeild. Þeir sem þekktu og unnu með Halldóri Ásgrímssyni hér á Alþingi og í ríkisstjórn sakna nú góðs vinar og öflugs samstarfs- manns sem alltaf var hægt að treysta,“ sagði Einar K. Guðfinns- son. gummi@mbl.is Minntust Halldórs á Alþingi Halldór Ásgrímsson  Sat alls á 37 löggjafarþingum Firstrain regnkápa 2 litir/St. XS–XL Austurveri, Háaleitisbraut 68 • sími 568 4240 Opið: mán.–fös. 10–18, lau. 10–16 Nýtt frá Náttúrulegt gúmmí Stærðir 36–41 Miss Juliette Bot Nýr litur: Bambou/Souris Miss Julie Litur: Noir Nú þegar sól hækkar á lofti með degi hverjum sjást fleiri verktakar að störfum úti við, hvort sem það er stígagerð, malbikun eða húsasmíði. Á plani einu í Laugarneshverfinu er verið að mal- bika og þar ræddust við tveir starfsmenn verk- takans. Vegfarendur gengu hjá og einn hundur. Glaðnar yfir verktökum við hækkandi sól Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.