Morgunblaðið - 20.05.2015, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Orkneyjar njóta vaxandi vinsælda
ferðaþyrstra Íslendinga. Þangað
hefur einkum lagt leið sína innvígt
áhugafólk um sögu og miðaldabók-
menntir Íslendinga enda voru
Orkneyjar undir norskri stjórn í
mörg hundruð ár og koma ótrúlega
margir Íslendingar við sögu
eyjanna. Tilefnin eru miklu fleiri.
Meðal annars má nefna að Orkn-
eyjar eru afar söguríkt svæði frá
forsögulegum tíma. Þar eru minjar
um búsetu fyrir meira en fimm þús-
und árum sem fátt er vitað um og
er heimsókn á þá staði upplifun fyr-
ir gesti frá Sögueyjunni sem þykj-
ast þekkja uppruna sinn og sögu frá
upphafi.
„Við höfðum enga hugmynd um
þessa miklu sögu þegar sú hug-
mynd kom upp á námskeiði hjá Jóni
Böðvarssyni að fara í söguferð til
Orkneyja. Við höfðum lesið Orkney-
inga sögu og þekktum til norrænu
jarlanna en vissum ekkert um Pikt-
ana eða steinaldarfólkið,“ segir
Magnús Jónsson sagnaþulur sem
fyrst fór í söguferð með Jóni Böðv-
arssyni og hópi af Íslendingasagna-
námskeiði hjá Endurmenntun Há-
skóla Íslands fyrir rúmum tveimur
áratugum. Fólkið þekkti vitaskuld
einnig margar tengingar við Orkn-
eyjar í ýmsum Íslendingasögum.
Magnús tók síðar við námskeið-
unum af Jóni og hefur farið margar
ferðir um söguslóðir með ýmsum
hópum fróðleiksfúsra Íslendinga. Í
ár fer hann þrjár ferðir til Orkn-
eyja. Þótt ferðirnar hafi ekki verið
auglýstar utan námskeiðshópsins
verða þátttakendur alls um hundr-
að. Fleiri skipuleggja ferðir til
Orkneyja.
Áhuginn á Orkneyjum kemur
einnig fram í útgáfu. Þannig hefur
Þorgrímur Gestsson blaðamaður
gefið út bók um söguslóðir Orkney-
inga sögu og nýlega kom út bók um
orkneyskar þjóðsögur.
Norrænir menn réðu Orkneyjum
í hátt í 600 ár, frá víkingatímanum
og fram eftir fjórtándu öld að Eyjar
urðu að fullu skoskt land. Orkn-
eyjar voru hentugur staður fyrir
norrænu víkingana að hafa aðsetur
á við hernað sinn lengra suður á
bóginn. Á velmektardögum sínum
réðu þeir raunar einnig nyrsta hluta
Skotlands og ýmsum öðrum svæð-
um í Skotlandi og Englandi, Suður-
eyjum öllum og stórum svæðum á
Írlandi.
Hvað varð um Péttana?
Orkneyinga saga fjallar mikið um
baráttu norsku jarlanna um yfirráð
eyjanna, sem um leið var oft á tíð-
um hernaður á milli náskyldra
manna, og síðan hvernig Eyjar
lentu undir yfirráðum Noregskon-
ungs.
Það er enn mikil ráðgáta hvað
varð um Péttana (Piktana) sem fyr-
ir voru á Orkneyjum þegar norræn-
ir menn settust þar að. Þetta var
menningarþjóð, kristin, en lítið er
samt vitað um hana því litlar skrif-
legar heimildir eru til um þann
tíma. Verður því mest að ráða í
fornminjar, þar á meðal fjölda
myndsteina sem fundist hafa. Sem
dæmi má nefna að ekki er þekkt
nafn eins einasta Pétta úr Orkn-
eyjum.
Fræðimenn hafa ekki fundið
svarið við spurningunni: Hvað varð
um Péttana í Orkneyjum þegar nor-
rænir menn tóku völdin? Vegna
þess hversu erfitt er að rekja spor
þeirra hefur því verið velt upp hvort
þeim hafi verið útrýmt eða seldir
sem þrælar úr landi. Aðrir hallast
að því að þeir hafi blandast nýju
herraþjóðinni svona vel.
Örnefnin minna á gamla tíma
Byrgisey er lítil eyja sem tengist
við Hrossey, stærstu eyju Orkn-
eyja, með örfirisgranda. Hún var
mikilvægt valdasetur á tíma norsku
jarlanna, meðal annars Þorfinns
mikla. Þar má sjá minjar um hús
norrænna manna við hlið og yfir
húsum Péttanna. Sést greinilega
hvernig yfirfærslan hefur verið. Til
viðbótar er svo seinni tíma klaustur
og er það vitaskuld heillegustu rúst-
irnar.
Annað mannvirki sem spannar
söguna í nærri 5000 ár er Orka-
haugur (Maeshowe). Grafhýsi sem
steinaldarmenn byggðarinnar í
kring hafa notað sameiginlega fyrir
um 4700 árum. Væntanlega grafið
fólkið sitt annars staðar en tekið
beinin upp og borið inn í grafhýsið
við viss tækifæri. Það er engin til-
viljun að á sólstöðum að vetri skín
sólin beint yfir Barnhouse-steininn
sem er í töluverðri fjarlægð, í gegn-
um 10 metra þröng göng inn í haug-
inn og lýsir upp aðalvegg hvelf-
ingarinnar. Orkahaugi var af
einhverjum ástæðum lokað eftir
notkun í nokkur hundruð ár. Vitað
er af sögunum að norrænir menn
brutu hann um miðja tólftu öld. Þar
er fjöldi norrænna rúna og hafa
Athyglin beinist að Orkneyjum á ný
Gömul tengsl Íslendinga og Orkneyinga rifjuð upp í söguferðum Örnefni, fornleifar og ekki síst Orkney-
inga saga minna á sameiginlega sögu Á annað hundrað Íslendinga í skipulögðum hópferðum til Eyja í ár
Á útleið Magnús Jónsson kenndi á Íslendingasagnanámskeiðum og hefur
ferðast með fjölda áhugamanna til Orkneyja og víðar um söguslóðir.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Orkneyjar Magnús Eyjajarl var drepinn í Egilsey. Þar eru rústir Magnúsarkirkju og minnisvarði um jarlinn á staðn-
um þar sem talið er að hann hafi verið veginn. Íbúunum fækkar stöðugt en ferðafólkinu fjölgar að sama skapi.
Stórmerkilegar minjar frá steinöld
eru á Hrossey, skráðar á Heims-
minjaskrá UNESCO. Þær veita inn-
sýn í líf íbúanna fyrir 3500 til 5100
árum og sýna sumar hverjar að
Orkneyjar voru á þeim tíma einn af
mikilvægustu stöðum Bretlands-
eyja. Það er að vísu breytt.
Húsin í steinaldarþorpinu Skara
Brae hafa varðveist vel ásamt hús-
gögnum og innréttingum því sandur
hefur hulið þorpið frá því það var yf-
irgefið. Það er best varðveitta stein-
aldarbyggð í Norður-Evrópu. Til að
setja hlutina í samhengi í tíma má
nefna að fólk bjó í steinaldarþorpinu
Skara Brae áður en egypsku píra-
mítarnir voru reistir og þegar Ston-
henge á Englandi var reist hafði
byggðin í Skara Brae verið yfirgefin
eftir 300-400 ára samfellda búsetu.
Meðal annarra mannvirkja frá
steinaldartímanum má nefna Orka-
haug og leifar steinhringjanna Ring
of Brodgar og Stones of Stennes.
Stakir steinar hringjanna standa
eftir en gefa þó góða mynd af því
hvernig mannvirkin hafa litið út. Til-
vist þessarra staða og notkun er enn
nokkur ráðgáta, eins og Stonehenge
á Englandi. Vafalaust eru þetta þó
trúarlegir samkomustaðir.
Steinöld Skara Brae hefur varðveist heillegt undir sandi í þúsundir ára.
Innsýn í lífið fyrir
4-5 þúsund árum
Stórmerkar minjar frá steinöld
Fæst hjá Jóni & Óskari.
Laugavegi 61 // Kringlunni // Smáralind.
Tel.+354 552 4910 // www.jonogoskar.is.
Norðurljós
Nýjasta hönnun úr Icecold silfurlínunni
er innblásin af hinum töfrandi Norðurljósum.
Tilvalin gjöf til vina og vandamanna erlendis.
Northern lights
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
14
39
8
9
Men frá 16.900
Lokkar 15.900 kr.