Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Vorverk Nú er góður tími til að hreinsa borgargötur. Styrmir Kári Verkföll og erfiðar kjaradeilur verða óhjá- kvæmilega til þess að athyglin beinist að inn- anmeinum sem hrjá ís- lenskan vinnumarkað sem og áhrifaleysi og vanmætti almennings. En kastljósið beinist ekki síður að þeim tví- skinnungi sem verður til vegna eignarhalds stærstu fyrirtækja landsins. Líkt og flest önnur stéttarfélög efndi VR til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna. Kosningu lauk í gær, þriðju- daginn 19. maí. Þegar þetta er skrif- að liggur niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar ekki fyrir, en stjórn hvatti félagsmenn m.a. í tölvupósti til að samþykkja verkfall. Yfir þrjár milljónir á félagsmann Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti almenni lífeyrissjóður lands- ins og hefur verið umsvifamikill í fjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Í lok liðins árs var bókfært verðmæti hlutabréfa í skráðum og óskráðum félögum um 97,5 milljarðar króna. Þetta jafngildir um 3,3 milljónum á hvern félagsmann. Líkt og aðrir fjárfestar urðu lífeyr- issjóðir fyrir töluverðum skakkaföll- um þegar fjármálakerfið hrundi í október 2008. En hægt og bítandi hafa flestir sjóðirnir aukið fjárfest- ingu í atvinnulífinu og hlutfallslega hafa eignarhald og áhrif þeirra aldrei verið meiri. Þetta á jafnt við um al- menna lífeyrissjóði sem lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Nú er svo komið að sameiginlega fara lífeyrissjóðir með ráðandi hlut í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Ráðandi hluthafar Lífeyrissjóðir eiga yfir 40% beinan eign- arhlut í níu af fimmtán fyrirtækjum í kauphöll líkt og sést á meðfylgj- andi mynd. Lífeyrissjóðirnir eiga einnig óbeina hluti í mörgum fyr- irtækjum í gegnum hlutabréfasjóði og ekki síst framtakssjóði á vegum banka og verðbréfafyrirtækja. Greining Íslandsbanka taldi í nóv- ember á liðnu ári að lífeyrissjóðirnir ættu meirihluta – beint og óbeint í Icelandair, Högum og N1. En lífeyrissjóðirnir hafa einnig fjárfest í hlutabréfum óskráðra fyr- irtækja. Beint og óbeint eiga þeir meirihluta í Kaupási sem rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval. Þannig ráða sjóðirnir tveimur af stærstu verslunarkeðjum landsins sem hafa m.a. yfirburðastöðu á íslenskum mat- vörumarkaði. Nær 40% hlutafjár Símans eru í eigu lífeyrissjóðanna og þar er Líf- eyrissjóður verslunarmanna stærst- ur með 13,2% hlut. Arion banki er hins vegar stærsti einstaki hluthaf- inn með liðlega 38%. Lífeyrissjóðir og nokkur stéttarfélög eiga um 37% hlutafjár í Virðingu – verðbréfafyr- irtæki sem m.a. rekur framtakssjóði. Í gegnum Framtakssjóð Íslands er Icelandic Group að fullu í eigu lífeyr- issjóðanna sem og 38% hlutur í In- vent Farma. Lífeyrissjóður versl- unarmanna á tæplega 10% hlut í MP banka og Lífeyrissjóðurinn Stafir á 14,5% í Samkaupum hf. sem rekur samnefndar verslanir og Nettó. Þannig má lengi telja. Geta mótað stefnuna Sameiginlega eru lífeyrissjóðirnir því áhrifamiklir í íslensku viðskipta- lífi. Þeir geta haft veruleg áhrif á stefnu sem mörkuð er í atvinnulífinu og mótað launastefnu flestra stærstu fyrirtækja landsins sem síðan hefur óhjákvæmilega áhrif á flest önnur fyrirtæki. Og hverjir ráða lífeyrissjóðunum? Svarið er augljóst: Fulltrúar stéttarfélaga til jafns við atvinnurekendur. Þannig er t.d. for- maður Lífeyrissjóðs verslunarmanna fulltrúi VR. Með öðrum orðum: For- ystumenn launamanna hafa öll tæki- færi til að hafa áhrif á stefnu margra stærstu fyrirtækjanna – ekki síst launastefnu, jafnt þegar kemur að kjörum almennra starfsmanna eða launa og kaupauka æðstu stjórn- enda. (Að ekki sé minnst á stjórnar- laun.) VR hefur gert þá „kröfu að fé- lagsmenn fái leiðréttingu á sínum kjörum til samræmis við aðra hópa í þjóðfélaginu“. Í tölvupósti til fé- lagsmanna segir að kröfur félagsins séu „sanngjarnar og þær ógna ekki stöðugleikanum“. Rök annarra stétt- arfélaga eru svipuð. Fulltrúar launa- manna og eigenda Vandinn er að stéttarfélögin sitja í raun beggja vegna borðsins; annars vegar sem launafólk og hins vegar sem fulltrúar eigenda íslenskra stór- fyrirtækja í gegnum eignarhluti líf- eyrissjóða. Sé það eindregin skoðun forystu- manna stéttarfélaganna að laun af- greiðslufólks í matvöruverslunum séu skammarlega lág (sem er rétt) en laun stjórnenda of há (sem endalaust er hægt að deila um), vaknar sú spurning af hverju þeir beita ekki áhrifum sínum innan lífeyrissjóð- anna þannig að kjarastefnu fyrir- tækjanna sé breytt. Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í stærstu versl- unarkeðjum landsins. Í stað þess að beita áhrifum sínum er boðað til verkfalls, meðal annars hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í eigu ein- staklinga sem margir greiða starfs- mönnum sínum mun betri laun en fyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna. Líklega liggur vandinn ekki síst í því hvernig staðið er að skipan stjórna lífeyrissjóðanna en umfjöllun um hana bíður betri tíma. Eitt er víst: Forystumenn stærstu stéttar- félaganna bera ekki minni ábyrgð á kjarastefnu margra stærstu fyrir- tækja landsins, en atvinnurekendur sjálfir. Undan þeirri ábyrgð komast þeir ekki með verkföllum. Eftir Óla Björn Kárason » Forystumenn stærstu stéttar- félaganna bera ekki minni ábyrgð á kjara- stefnu margra stærstu fyrirtækja landsins, en atvinnurekendur sjálfir. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Að sitja beggja vegna borðsins Beinir eignarhlutir lífeyrissjóðanna í skráðum félögum 50% 40% 30% 20% 10% 0 * Össur neitaði að veita upplýsingar. Í nóvember taldi greining Íslandsbanka eignarhlut sjóðanna vera liðlega 26%. 12 % 2 5% 30 % 32 % 36 % 39 % 40 % 44 % 44 % 45 % 45 % 45 % 46 % 4 8% 5 4% Ös su r* Ný he rji HB Gr an di Fja rsk ipt i - Vo da fon e Ice lan da ir G ro up Try gg ing am iðs tö ðin Re gin n Ha ga r Eik fas tei gn afé lag N1 Ma rel Eim sk ip Sjó vá VÍS Re itir Lengi hefur verið unnið að því að ná sátt um efni stjórnarskrárákvæðis um auðlindir. Í ljósi þess hversu mikilvæga hags- muni slíku ákvæði er ætlað að vernda er ekki óeðlilegt að umræður um inntak þess séu langar og ýtarleg- ar og margir kallaðir til þátttöku. Tillögur um eignarhald á náttúruauðlindum hafa ítrekað verið lagðar fram, allt frá 7. áratug síðustu aldar, og í stefnuyfirlýsingum ríkisstjórnanna sem myndaðar voru árið 1991, 2003 og 2007 kom fram vilji til að taka upp stjórnarskrár- ákvæði af þessum toga. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks sem nú situr er kveðið á um að unnið skuli áfram að endurskoðun stjórnarskrár- innar með áherslu á þjóðareign á auðlind- um sem og þjóðaratkvæðagreiðslur um lög Alþingis. Í samræmi við þessa stefnumörkun skil- aði stjórnarskrárnefnd, sem skipuð er fulltrúum allra flokka, áfangaskýrslu síð- astliðið sumar þar sem leitast er við að skapa forsendur fyrir áframhaldandi vinnu við þessi tvö mál. Að auki er fjallað um um- hverfismál og framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu. Það væri til mikilla fram- fara fyrir íslenska stjórnskipan að kveða á um þessi mikilvægu efni í stjórnarskrá lýð- veldisins. Auðlinda- og umhverfismál Í mínum huga er löngu ágreiningslaust að í stjórnarskrá skuli setja ákvæði sem lýsi auðlindir í náttúru Íslands þjóðareign sem beri að nýta á sjálfbæran hátt lands- mönnum öllum til hagsbóta. Í skýrslu stjórnarskrárnefndar er lögð áhersla á að í þjóðareignarhugtakinu felist sú megin- hugsun að nýting náttúruauðlinda sé í þágu þjóðarinnar allrar. Það sé hins vegar óhjá- kvæmilega háð pólitískri stefnumörkun hvernig þessu markmiði er náð á hverjum tíma. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að stjórnarskrárnefnd telur brýnt að í stjórnarskrá sé kveðið á um að úthlutun heimilda til nýtingar auðlinda skapi ekki eignarrétt eða óafturkræf rétt- indi, svipað og gert er í núgild- andi fiskveiðistjórnarlöggjöf. Óraunhæft er, og raunar óæskilegt, að setja ýtarlegar reglur um nýtingu einstakra auðlinda í stjórnarskrá. Þar eiga frekar að koma fram megin- markmið auðlindanýtingar, þ.e. sjálfbær nýting í þágu sam- félagsins alls, og tryggingar fyr- ir því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld á hverjum tíma geti unnið að þessum markmiðum. Samhliða auðlindaákvæði þarf einnig að huga að setningu almenns ákvæðis um vernd umhverfisins. Stjórnar- skrárákvæði um þessi tvö atriði, auðlindir og umhverfi, myndu að sjálfsögðu ekki tæma öll álitaefni á þessum vandmeðförnu sviðum eða fela í sér pólitíska töfralausn. Þau myndu hins vegar vísa veginn við nán- ari stefnumótun og vonandi fela í sér mikil- vægt skref í átt til sáttar og stöðugleika um þá mikilvægu hagsmuni sem hér er um að tefla. Þjóðaratkvæði Ég tel að þróun síðustu ára sýni að mikil þörf sé á almennu ákvæði í stjórnarskrá um þjóðaratkvæðagreiðslur. Slíkt ákvæði ætti að taka til samþykktra laga og jafnvel ákveðinna þingsályktana Alþingis sem fela í sér bindandi ákvörðun, einkum þingsálykt- ana um fullgildingu milliríkjasamninga. Eitt helsta álitaefnið hvað þetta varðar er hversu margar undirskriftir eigi að þurfa til. Ég tel að þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli undirskrifta eigi fyrst og fremst að þjóna aðhaldshlutverki gagnvart Alþingi og jafnframt vera einskonar öryggisventill lýðræðisins. Hér þarf því að finna leið til að tryggja slíkan rétt þegar sterk og ótvíræð krafa rís um slíka atkvæðagreiðslu án þess að fulltrúalýðræðinu sé fórnað eða þinginu gert erfitt um vik að bregðast við aðkallandi málum. Framsal valdheimilda Nánast allar vestrænar þjóðir hafa í stjórnarskrám sínum ákvæði sem heimila framsal valdheimilda ríkisins í afmörkuðum mæli í þágu friðar og alþjóðasamvinnu. Skortur á slíku ákvæði hefur valdið nokkrum erfiðleikum fyrir þátttöku Íslands í alþjóða- samvinnu, einkum í samstarfinu um Evr- ópska efnahagssvæðið þegar álitamál hafa risið um heimild til framsals samkvæmt nú- gildandi rétti. Ástæða er til þess að taka fram að slík heimild í stjórnarskrá tengist spurningunni um umsókn Íslands að Evr- ópusambandinu ekki með neinum hætti – að- ild Íslands að ESB myndi ótvírætt þarfnast sérstakrar stjórnskipulegrar heimildar og aðlögunar. Ef gengið er út frá þessu er engin ástæða til að ætla að alvarlegur ágreiningur sé um stjórnarskrárákvæði um þetta efni þótt auðvitað eigi eftir að taka afstöðu til ákveðinna útfærsluatriða. Tími til breytinga Í lok síðasta kjörtímabils var samþykkt stjórnlagabreyting sem gerir breytingar á stjórnarskránni á grundvelli þjóðar- atkvæðagreiðslu mögulegar innan þessa kjörtímabils. Ég tel að nú séu fyrir hendi allar forsendur til þess að bæta við stjórn- arskrá lýðveldisins ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðar- atkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda, sem bera mætti undir þjóð- aratkvæði samhliða forsetakosningum á næsta ári. Til að svo megi verða verður að halda vel á undirbúningi málsins og rekstri þess á Al- þingi á komandi hausti. Jafnframt er ljóst að grundvöllur þessa er gott samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu, en á vett- vangi stjórnarskrármála á slíkt samstarf sér mörg fordæmi. Gangi þetta eftir yrði um að ræða eina allra mestu breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins frá upphafi, breytingu sem ég tel að væri vel til þess fallin að varða veginn fyrir frekari endur- skoðun. Tækifæri til breytinga Eftir Bjarna Benediktsson »Ég tel að nú séu fyrir hendi allar forsendur til þess að bæta við stjórnar- skrá lýðveldisins ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðarat- kvæðagreiðslu og takmörk- uðu framsali valdheimilda… Bjarni Benediktsson Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.