Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Breyting-arnar í vet-ur á ferða- þjónustu fatlaðra eru svartur blett- ur á borgaryfir- völdum. Við inn- leiðingu breytinganna voru gerð yfirgengileg mistök, sem leiddu til þess að notendur þjónustunnar voru stranda- glópar um allan bæ. Allt klúðraðist sem klúðrast gat og gott betur. Dag eftir dag var birtust dapurlegar fréttir af þjónustu sem fram að því hafði vart sést í fréttum. Á þessu gekk svo vikum skipti. Nú er komin skýrsla innri endurskoðunar um málið og er hún ekki fögur lesning. „Stjórnun breytinganna á ferðaþjónustu fatlaðs fólks eftir að hin raunverulega inn- leiðing átti að hefjast misfórst í stórum atriðum,“ segir í skýrslunni. „Engum var falið að hafa yfirumsjón með breyt- ingunum og samræma alla fleti breytinganna, bæði þá sem sneru að notendum ferða- þjónustunnar, starfsmönnum ferðaþjónustu fatlaðs fólks, starfsmönnum velferðarsviða sveitarfélaganna og starfsemi Strætó bs.“ Í skýrslunni er farið yfir marga þá þætti, sem fjallað hefur verið rækilega um í fréttum. Meðferðin á því starfsfólki, sem sagt var upp, er sérstaklega tekin fyrir. „Starfsfólki var ætlað að gegna störfum sínum í meira en ár eftir að þeim var til- kynnt að þeim yrði sagt upp. Algjört skilningsleysi á að- stæðum starfsfólksins virðist hafa ríkt hjá stjórnendum Strætó og er raunar kald- hæðnislegt að fólkið sem sagt var upp skuli vera hluti af not- endahópnum,“ segir í skýrsl- unni. Fyrir breytinguna virðist góður andi hafa ríkt í ferða- þjónustunni eins og fram kem- ur í skýrslunni: „Við ferða- þjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó bs. störfuðu á milli 20 og 30 manns áður en breyting- arnar voru gerðar, 8 manns í þjónustuverinu og 14-15 bíl- stjórar. Sumir starfsmanna þjónustuversins voru fatlaðir og í hjólastól. Þeir áttu ekki möguleika á því fötlunar sinn- ar vegna að gegna 100% starfi og voru því í hlutastarfi. Að sögn þeirra var þetta góður vinnustaður, enda mátti þar finna fólk með allt upp í 30 ára starfsreynslu. Deildin var nokkuð út af fyrir sig og ein- göngu hluti af Strætó bs. að forminu til. Þessi hópur bjó yfir mikilli þekkingu á not- endum ferðaþjónustunnar og sérþörfum einstaklinganna auk þess sem þau höfðu skilning á aðstæðum þeirra, enda sjálf í sömu eða svipaðri stöðu. Þessi þekking og reynsla var hvergi skráð en kom vissulega að góðum notum í starfi þeirra.“ Það er óskiljanlegt að þann- ig hafi verið staðið að málum að losa sig við þá, sem best þekktu til. Í skýrslunni er einnig gagn- rýnt að ekki skyldi hlustað á þá, sem bentu á að best væri að gera breytingarnar í júlí þegar minnst væri að gera í ferðaþjónustunni. Þess í stað var innleiðingin hafin þegar álagið í þjónustunni er sem mest. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að eftirlit velferðarráða og velferðar- sviða sveitarfélaganna á inn- leiðingartímanum hafi brugð- ist. Stjórnmálamennirnir sleppa ekki heldur: „Kjörnir fulltrúar stóðu ekki vaktina með spurningum á vettvangi fagráðanna um framgang verkefnisins.“ Einnig er fundið að upplýs- ingagjöf í veigamiklum atrið- um. Svo virðist sem nauðsyn- legar upplýsingar hafi einfaldlega ekki skilað sér. Sérstaklega bendir innri end- urskoðun á að upplýsinga- miðlun til notenda þjónust- unnar hafi engin verið fyrr en rétt í þann mund að breyting- arnar voru að ganga í garð og þeir, sem hafi átt að veita þjónustuna, hafi ekki verið með nægilega traustar og góð- ar upplýsingar um notend- urna. Athygli vekur að í kynningu á skýrslunni á heimasíðu Reykjavíkurborgar er hlut- laus fyrirsögn um útkomu hennar. „Margt til fyrir- myndar í ákvarðanatöku,“ segir síðan í millifyrirsögn. Neðst segir síðan „Stjórnun breytinga misfórst“ líkt og það sé eitthvert aukaatriði. Þessi framsetning ber því vitni að hjá borginni sé skort- ur á skilningi á alvöru málsins. Undirbúningstíminn skiptir engu máli ef liðið tapar öllum leikjunum. Ferðaþjónusta fatlaðra er gríðarlega mikilvæg og snar þáttur í tilveru margra þeirra, sem á hana treysta. Í klúðr- inu, sem fylgdi breytingunum, var tilveru þeirra snúið á hvolf. Það grátlega er að hörmungarnar voru full- komlega fyrirsjáanlegar og hefði að miklu leyti mátt af- stýra ef betur hefði verið stað- ið að breytingunum og hlustað á ábendingar. Klúðrið bitnaði á þeim sem síst skyldi. Skýrslan um breyt- ingarnar á ferða- þjónustu fatlaðra er ófögur lesning} Blettur á borginni Þ eir sem stunda útihlaup að ein- hverju marki vita hversu harðsnúinn mótvindurinn getur orðið. Sá sem hleypur á eigin for- sendum en ekki á keppnisbraut getur hins vegar snúið vindinum sér í hag með því einu að snúa sér við. Þegar það er gert, uppgötva hlauparar eitt merkilegasta lögmál íþróttarinnar. Eins og það er erfitt að hlaupa upp í vindinn, þá virðist meðvindurinn lítið hjálpa til og oftast nær upplifa hlauparar með- vindinn sem logn. Á hlaupum er því aðeins ein átt, sú sem er í móti. Annars er bara logn. Þessi upplifun hlauparans minnir í nokkru á ástandið í íslensku samfélagi í dag. Hann var sannarlega krappur og napur mótvindurinn sem beljaði mót þjóðinni í árslok 2008 og næstu árin þar á eftir. Það er ótrúlegt hve margir stóðu keikir þrátt fyrir ofviðrið sem gekk yfir heimili og fyrirtæki. Tjónið varð mikið og margt lét und- an en það er með aðdáun sem maður horfir til þess æðru- leysis sem margir sýndu í þessum þrautum. Nú hefur vindáttin hins vegar snúist svo um munar. Ólíkt hlaupurunum hafði þjóðin ekki val, hún þurfti að snúa sér upp í vindinn og vinna sig í gegnum það sem á móti blés. Þjóðin sýndi mikla þrautseigju, m.a. í Icesave- deilunni, þar sem reynt var að beygja okkur undir drápsklyfjar hinna hrundu banka. Happafeng hefur rek- ið á fjörur okkar, má þar m.a. nefna fjölgun ferðamanna og blessaðan makrílinn. Og nú erum við í meðvindi. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist, verðbólga hefur haldist ótrúlega lág síðustu misserin, fyrirtækin ganga vel, skapa störf og skila arði til þeirra sem lagt hafa áhættufé til uppbygg- ingar þeirra. Stór hluti þess arðs rennur beint í sameiginlega sjóði, jafnt í formi skatt- fjár og einnig vegna þess að lífeyrissjóðir landsmanna eiga mörg stærstu og fengsæl- ustu fyrirtækin. Meðvindurinn á sér einnig birtingarmynd í þeirri mikilvægu staðreynd að atvinnuleysi hefur farið hratt minnkandi að undanförnu og er að komast nær því ástandi sem við viljum sjá. Lítið samfélag þol- ir það illa til lengdar að fjöldinn allur af vinnufúsum einstaklingum stiki göturnar og því er mikilvægt að skapa aðstæður, og ekki síður viðhalda þeim, þar sem fáir og helst engir eru án vinnu sem á annað borð vilja vinna. En nú bregður svo við að þjóðin er hvött til að snúa sér við á hlaupunum. Meðvindurinn sem þjóðin upplifir sem logn virðist ekki nægja og í því skjóli skáka ýmsir for- ingjar þessi dægrin og véla fólk út í það að snúa sér við. Þeir segja að lognið sé mótvindur, alltént að aðrir séu í slíkum meðvindi að ekki gangi að þeir einir njóti. Vand- inn er sá að þegar fólkið hefur snúið sér við mun það jafnharðan átta sig á að það finnur ekki meðvindinn sem því var lofað, heldur einmitt vindinn sem það nú hefur í bakið. Þá breytist meðvindur í mótvind eins og hendi sé veifað. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Með vindinn í fangið, eða hvað? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bandaríska alríkislögreglan,FBI, kannar nú hvort sér-fræðingur í tölvuöryggiflugvéla hafi með aðstoð afþreyingarkerfis, IFE, sem nú er í flestum farþegaþotum, brotist með hjálp Vortex-hugbúnaðar inn net- kerfi farþegaþotu á flugi og breytt stefnunni í nokkrar sekúndur. Hann hafi notað búnaðinn til að fylgjast með netumferð frá stjórnklefanum, segir FBI. Maðurinn, Chris Ro- berts, neitar þessu en í tvitterfærslu hreykti hann sér af því að geta tekið yfir stjórn farþegaþotu. Roberts gæti hafnað í fangelsi fyrir „framtak“ sitt en ef til vill er FBI að notfæra sér málið, blása það upp til að vara aðra hakkara við. Fullyrt er að framleiðendur leiti nú í örvæntingu að hugsanlegum örygg- isglufum í vöru sinni. Umrædd IFE- kerfi eru framleidd hjá Panasonic og Thales en fá að sjálfsögðu blessun sína hjá flugvélaverksmiðjunum. Roberts lýsti tilraunum og rannsóknum sínum á netöryggisráð- stefnum 2010 og 2012 og segir full- trúa FBI hafa rætt við sig tvisvar í Denver í febrúar sl. Hann segist að- eins vilja vekja athygli á örygg- isgöllum í netkerfum margra flug- véla. Hann hefur rannsakað netöryggi flugvéla í sex ár og notað til þess leiðarvísa sem voru öllum að- gengilegir. Þar kom fram að í sum- um Boeing- og Airbus-vélum væru tengingar milli afþreyingarkerfisins og gervihnattasíma farþega og því hægt að grípa inn í sum stýrikerfi í klefa flugmannanna. Boeing fullyrðir að IFE-kerfin í vélum þeirra séu „einangruð frá flug- og leiðsögukerfum“ en í frétt- um BBC og fleiri miðla er vitnað í sérfræðinga á þessu sviði sem greinilega eru ekki alveg vissir. „Þitt flug“ og áfram... Friðrik Skúlason tölvufræð- ingur segir að tölvukerfin séu mis- munandi og jafnvel ekki eins í flug- vélum af sömu gerð. „Og kerfin sem farþegar hafa aðgang að eru ekki endilega alveg aðskilin frá öðrum tölvukerfum í vélinni. Á skjánum á bakinu fyrir framan mann getur maður farið í „Þitt flug“ þar sem maður fær alls konar upplýsingar. Þú færð að vita hvar þú ert, flughæð og vindstyrk. Þessar upplýsingar koma ekki úr IFE-kerfinu heldur úr öðrum tölvukerfum vélarinnar. Það er augljóslega tenging þarna á milli. Spurningin er hvort farþeginn getur einhvern veginn brotist út úr sandkassanum sem hann er í og komist inn í hin tölvukerfin. Og ef hann getur það hvort hann hafi möguleika á að gera þar eitthvað.“ Það sé alls ekki sjálfsagt, IFE- kerfið sé ekki endilega sama tölvan, sami örgjörvinn, sama stýrikerfið. Öllu skipti hvernig þessi kerfi séu sett upp, t.d. hvaða útgáfa af hug- búnaði stjórni þeim. Hægt sé að brjótast út úr IFE-kerfinu en óljóst hvort menn séu þá enn inni á leik- vellinum, komist ekki lengra. Skilja megi alveg á milli tölvu- kerfa, nota búnað sem jafngildi ljós- leiðaratengingu milli tölva. En í venjulegri nettengingu séu vírar og þeir geti brunnið yfir. Frá sæti far- þegans sé því hægt að valda viljandi skemmdum á tölvukerfum vél- arinnar. „Þú þarft ekki annað en hræódýrt tæki sem sendir há- spennupúls inn á réttan vír. Hvað gerist þá? Brennur þá bara yfir skjárinn sem þú notar eða brennur yfir eitthvað í IFE-kerfinu þannig að allir farþegar missa út bíómynd- irnar sínar? Eða hefur þetta einhver áhrif á öll önnur tölvukerfi vél- arinnar? Það er stóra spurningin,“ segir Friðrik Skúlason. Skjánum á sætisbak- inu breytt í flugstýri? Hátækni Hægt er að nota farsíma í farþegaþotum og IFE, afþreyingarkerfi farþeganna, býður upp á kvikmyndir. Og fleira ef marka má suma hakkara. Frásögnum alríkislögreglunnar FBI og Chris Roberts ber ekki saman. Sjálfur segist hann að- eins hafa sagt þeim að ásamt félaga sínum hefði hann í meira en 10 flugferðum notað fartölv- ur sem þeir tengdu við afþrey- ingarkerfi vélanna. Þeir gátu þá skoðað netgögn í stjórnkerfum flugvélanna. Þ.e. þeir brutust ekki inn, segir hann. Þeir hefðu í til- raunum sínum brotist inn í gögn flugherma en aldrei inn í raunverulegan stjórnklefa. En FBI segir að í flugi með United Airlines í apríl hafi Roberts e.t.v. gripið beinlínis inn í aðgerðir flugmanna – sem væri lögbrot og myndi varða fangelsi. Bara í flug- hermi eða... GÖGNIN SKOÐUÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.