Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Hollt væri alþingis- mönnum sem og lands- lýð almennt að taka vel eftir, þegar könnun kemur fram frá OECD og um leið altæk til- mæli til allra um hvernig bregðast eigi við ógninni af völdum áfengis. Það er þyngra en tárum taki að á sama tíma skuli menn á löggjafarþingi okkar leggjast svo lágt að leggja til löggjöf sem brýtur gjörsamlega gegn því sem allar stofnanir heims, sem ein- hvers eru virtar í þessum efnum, ráðleggja. Ríkisútvarpið birti hér um fregn sem ég vil vekja frekari athygli á. En hvað segir svo þessi nýja skýrsla OECD? Rétt er að koma að fáeinum punktum í stuttri blaða- grein. Þar segir m.a. svo: Ísland er eitt fárra ríkja innan OECD þar sem áfengisneyzla hefur aukist á undanförnum 20 árum. Svo er vikið að því hversu óhófleg áfengisneyzla hafi aukist á meðal kvenna og ung- menna í mörgum ríkjum OECD og eðlilega sagt að slíkri neyzlu fylgi aukið ofbeldi, fjölgun umferðarslysa – og svo hið sjálfsagða, auk þess sem það hafi afar slæm áhrif á heilsu fólks. Og enn segir að óhófleg áfeng- isneyzla sé fimmta algengasta bana- mein fólks í heiminum í dag og kem- ur ekki á óvart fremur en aðrar staðreyndir sem þarna eru raktar. En hvað er til ráða, er ekkert í þessari skýrslu sem til varnar má verða? Jú, og nú skulu menn eftir taka, því hér eru engir öfgamenn á ferð, engir ofstækisfullir bindind- ismenn eins og við höf- um mátt heyra í gegn- um tíðina talað um þessi mál, þessi inn- antómu andmæli við staðreyndunum hjá þeim sem kalla á aukið „frelsi“, samanber þingmennina okkar sem afbaka frelsið með tillöguflutningi sínum. Og taki menn nú eftir því sem OECD segir um þetta: „Stjórnvöld geta gert eitt og annað til að stemma stigu við óhóflegri áfengis- drykkju, aukið ráðgjöf til þeirra sem drekka of mikið, hert lög um ölv- unarakstur, hækkað verð á áfengi og þrengt aðgengi fólks að áfengi“. Rímar þetta síðasta ekki vel við frumvarpið á Alþingi Íslendinga eða hvað sýnist þeim sem opnar hlustir hafa og sem vilja virða staðreyndir, hvað sem þrýstingi áfengisauðvalds- ins líður? Lásuð þið ekki rétt sem ráð stjórnvalda til að minnka ógnina af áfenginu að þrengt aðgengi sé þjóð- ráð, hitt þá óráð utan efa? Stað- reynd ekki satt? Og ekki er aldeilis svo samkvæmt neyzlutölunum, að bjórinn hafi held- ur betur „bætt áfengismenningu“ okkar eins og er svo vinsælt að veifa framan í fólk. Heildarneyzlan myndi stöðugt aukast sögðum við andstæð- ingar bjórsins og ég get hryggt há- skólanemann unga sem í blaðagrein á dögunum sagðist ekki hitta nokk- urn mann sem væri ekki með inn- leiðingu á bjórnum. Jú, minn kæri, fjölmargir, ekki sízt það fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á „bjarg- ráðinu“ bjór. Svo segir OECD eitt enn: Þrátt fyrir að forvarnir geti verið dýrar, þá margborgi það sig til lengri tíma. Orð í tíma töluð. Ég færi Ríkisútvarpinu þakkir okkar svo fjöldamargra fyrir að vekja verðuga athygli á þessari skýrslu. Vonandi vekur hún einhverja til vit- undar um hinn kalda og grimma veruleika sem um er fjallað. Skýrsla OECD – varnaðarorð staðreyndanna Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Og enn segir að óhófleg áfengis- neyzla sé fimmta algengasta banamein fólks í heiminum í dag. Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. Þeir sem glíma við alvarlega sjúkdóma eða afleiðingar slysa þurfa gjarnan á end- urhæfingu að halda í sínu bataferli. End- urhæfingin miðar að því að einstakling- urinn nái sem bestri færni í víðum skiln- ingi. Endurhæfing fer m.a. fram á end- urhæfingarstofnunum, ekki síst þegar afleiðingar veikinda eru margþættar og þörf á aðkomu margra fagaðila. Í endurhæfingu er leitast við að kortleggja vanda ein- staklingsins, vinna með hans styrk- leika og veikleika og ná þannig fram sem bestri færni. Afleiðingar sjúkdóma og slysa geta orðið var- anlegar þannig að viðkomandi býr til frambúðar við skerta getu til daglegra athafna og þar með talið skerta starfsgetu. Það getur því orðið sú breyting á högum fólks að það eigi ekki afturkvæmt í fyrri störf. Þrátt fyrir skerta færni er í endurhæfingu lögð áhersla á það sem einstaklingurinn getur gert og oft þarf að aðlaga umhverfi og aðstæður þannig að hann geti verið sem virkastur. Margir geta unnið ef starfið er við hæfi. Það skiptir máli fyrir lífsgæði fólks að vera í virkni sem hent- ar. Reynsla okkar sem vinnum í endurhæfing- argeiranum er því mið- ur sú að mikið vantar upp á möguleika ein- staklinga með skerta starfsgetu. Þannig er oft fátt sem stendur til boða þegar einstaklingur hefur lok- ið endurhæfingu innan og utan stofnana sem er mjög bagalegt og endurhæfingin getur þá orðið til lít- ils. Úrræði eru t.a.m. fá þegar kem- ur að verndaðri vinnu og atvinnu með stuðningi og allt of löng bið er í þau úrræði sem fyrir eru. Dæmi eru um að einstaklingar sem lokið hafa ítarlegu mati og endurhæfingu bíði í meira en ár eftir viðeigandi starfi á vernduðum vinnustað. Margir geta einnig unnið á almenn- um vinnumarkaði að hluta til og það þurfa að vera í boði fleiri hlutastörf fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hér þurfa vinnuveit- endur líka að koma að málum og bjóða upp á fjölbreytt störf. Aðalfundur Félags íslenskra end- urhæfingarlækna 8. maí 2015 sam- þykkti eftirfarandi ályktun vegna þessa: Markmið endurhæfingar er að auka þátttöku einstaklingsins í þjóðfélaginu eins og hægt er út frá færni hans. Að lokinni þverfaglegri endurhæfingu á stofnunum er því nauðsynlegt að eitthvað taki við, bæði hvað varðar áframhaldandi þjálfun, aðstoð í daglegu lífi og virkni. Þegar gert hefur verið ít- arlegt mat á getu einstaklingsins og hann endurhæfður, m.a. til starfa, er því miður oft fátt sem bíður eftir útskrift. Mikið vantar upp á mögu- leika fólks með fötlun þegar kemur að virkni og vinnu. Flestir geta lagt eitthvað af mörkum ef þeir eru í starfi við hæfi. Úrræði þurfa að vera fjölbreytt en mikið vantar upp á það í dag og allt of löng bið er í þau úrræði sem til eru. Þannig eru langir biðlistar í verndaða vinnu og atvinnu með stuðningi fyrir ein- staklinga með skerta vinnufærni. Of fáir vinnuveitendur nýta sér vinnu- samninga með aðkomu Trygg- ingastofnunar og margir virðast hika við að ráða einstaklinga í hlutastarf sem hentar frekar fötl- uðum. Mikilvægt er að ráða bót á þessu og þar þurfa allir sem hlut eiga að máli að taka höndum sam- an. Endurhæfing – hvað svo? Eftir Guðrúnu Karlsdóttur »Úrræði þurfa að vera fjölbreytt en mikið vantar upp á það í dag og allt of löng bið er í þau úrræði sem til eru. Guðrún Karlsdóttir Höfundur er endurhæfingarlæknir og skrifar fyrir hönd Félags íslenskra endurhæfingarlækna. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Aukablað alla þriðjudaga Fyllt súkkulaðiskál að hætti Jóa Fel – 40 bitar, þ.e. kransakonfekt, Sörur og jarðarber Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Sýningar í gallerí Fold - til 31. maí Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. lokað Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð sem fer fram í júní Við leitum sérstaklega að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 liStmUnaUPPBoÐ í JÚní Geirfuglar Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir tinni Ole ahlberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.